Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu þjóðarleikvangs í fótbolta.
Boðað var til fréttamannafundar á Laugardalsvelli af KSÍ forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Reykjavíkurborg.
Boðað var til fréttamannafundar á Laugardalsvelli af KSÍ forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Reykjavíkurborg.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ mættu á fundinn.
Þar var tilkynnt að setja eigi nýtt undirlag á Laugardalsvöll en vinna á að hefjast síðar á árinu. Setja á hybrid gras, blöndu af grasi og gervigrasi, og það á að stuðla að því að völlurinn verði nothæfur nánast allt árið um kring.
Laugardalsvöllur verður tileinkaður fótbolta, frjálsar íþróttir muni eignast heimavöll á öðrum stað í Laugardalnum.
14:19
Þessari textalýsingu er lokið
Takk fyrir að fylgjast með, við komum með nánari fréttir af þessu máli síðar í dag.
Eyða Breyta
Þessari textalýsingu er lokið
Takk fyrir að fylgjast með, við komum með nánari fréttir af þessu máli síðar í dag.
Eyða Breyta
14:18
Viðtöl koma inn á eftir
Á þessum fundi var ekkert rætt um hvort það eigi að byggja leikvanginn sjálfan upp og bæta aðstöðu áhorfenda. Aðeins að setja eigi hybrid gras á völlinn sem eigi að stuðla að því að hann geti verið lengur í notkun yfir árið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson er í Laugardalnum og tekur viðtöl sem birtast á síðunni á eftir.
Eyða Breyta
Viðtöl koma inn á eftir
Á þessum fundi var ekkert rætt um hvort það eigi að byggja leikvanginn sjálfan upp og bæta aðstöðu áhorfenda. Aðeins að setja eigi hybrid gras á völlinn sem eigi að stuðla að því að hann geti verið lengur í notkun yfir árið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson er í Laugardalnum og tekur viðtöl sem birtast á síðunni á eftir.
Eyða Breyta
14:14
Þá undirrita þeir félagar viljayfirlýsinguna
Allir hafa lýst yfir að vera ánægðir. Sem er fagnaðarefni.
Eyða Breyta
Þá undirrita þeir félagar viljayfirlýsinguna
Allir hafa lýst yfir að vera ánægðir. Sem er fagnaðarefni.
Eyða Breyta
14:14
Toddi:
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ segir þetta stóran dag fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Segir stjórnmálamenn hafa verið hjálplega í samtali við sig. Hér verði að vera glæsilegur völlur sem við getum verið stolt af.
Eyða Breyta
Toddi:
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ segir þetta stóran dag fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Segir stjórnmálamenn hafa verið hjálplega í samtali við sig. Hér verði að vera glæsilegur völlur sem við getum verið stolt af.
Eyða Breyta
14:13
Sigurður Ingi:
"Ánægjulegur dagur og við erum að koma þessu verkefni af stað. Ég gleðst í dag sem íþróttaunnandi og sem fjármálaráðherra. Íþróttir eru mikilvægar fyrir samfélagið okkar og hefur mikil áhrif á þjóðarstoltið okkar. Það hvetur ungt fólk til að elta drauma sína. Áfram Ísland!"
Eyða Breyta
Sigurður Ingi:
"Ánægjulegur dagur og við erum að koma þessu verkefni af stað. Ég gleðst í dag sem íþróttaunnandi og sem fjármálaráðherra. Íþróttir eru mikilvægar fyrir samfélagið okkar og hefur mikil áhrif á þjóðarstoltið okkar. Það hvetur ungt fólk til að elta drauma sína. Áfram Ísland!"
Eyða Breyta
14:11
Annar starfshópur
Ríkið og borgin eru að skuldbinda sig Hybrid en það verður starfshópur um framtíð Laugardalsvallar, segir Ásmundur. Enn einn starfshópurinn um Laugardalsvöll.
Eyða Breyta
Annar starfshópur
Ríkið og borgin eru að skuldbinda sig Hybrid en það verður starfshópur um framtíð Laugardalsvallar, segir Ásmundur. Enn einn starfshópurinn um Laugardalsvöll.
Eyða Breyta
14:10
Ásmundur Einar líka ánægður
Ásmundur Einar ánægður líka. Segir að ríkisstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að bæta umgjörð íþróttalífs.
Þegar kemur að þjóðarleikvangi, sé þetta að fara í sama ferli og þjóðarhöllin.
Eyða Breyta
Ásmundur Einar líka ánægður
Ásmundur Einar ánægður líka. Segir að ríkisstjórnin hafi lagt mikla áherslu á að bæta umgjörð íþróttalífs.
Þegar kemur að þjóðarleikvangi, sé þetta að fara í sama ferli og þjóðarhöllin.
Eyða Breyta
14:09
Hybrid gras skynsamleg lausn
Einar talar um að kröfurnar séu orðnar þannig að það verði að vera hægt að spila á Laugardalsvelli allt árið um kring. Hybrid gras sé skynsamleg lausn. Laugardalurinn sé hjarta íþrótta á Íslandi.
Eyða Breyta
Hybrid gras skynsamleg lausn
Einar talar um að kröfurnar séu orðnar þannig að það verði að vera hægt að spila á Laugardalsvelli allt árið um kring. Hybrid gras sé skynsamleg lausn. Laugardalurinn sé hjarta íþrótta á Íslandi.
Eyða Breyta
14:08
Einar: Laugardalsvöllur verður áfram þjóðarleikvangur í fótbolta
"Kom að því að við urðum að taka ákvörðun. Laugardalsvöllur verður áfram þjóðarleikvangur í fótbolta," segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Eyða Breyta
Einar: Laugardalsvöllur verður áfram þjóðarleikvangur í fótbolta
"Kom að því að við urðum að taka ákvörðun. Laugardalsvöllur verður áfram þjóðarleikvangur í fótbolta," segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Eyða Breyta
14:06
Laugardalsvöllur verður tileinkaður fótbolta
Frjálsum íþróttum verður komið fyrir annars staðar í Laugardalnum. Mikill gleðidagur segir Einar borgarstjóri.
Eyða Breyta
Laugardalsvöllur verður tileinkaður fótbolta
Frjálsum íþróttum verður komið fyrir annars staðar í Laugardalnum. Mikill gleðidagur segir Einar borgarstjóri.
Eyða Breyta
14:06
Bjarni Ben: Erum að uppskera eftir samtal sem hefur verið í gangi í ansi mörg ár
Bjarni talar um framtíð Laugardalsvallar. Eru að uppskera eftir samtal síðustu ára. Aðalmálið að völlurinn verði nothæfur lengur á árinu en áður. Hybrid gras verður lagt á völlinn, skref svo völlurinn verði tileinkaður fótbolta.
Eyða Breyta
Bjarni Ben: Erum að uppskera eftir samtal sem hefur verið í gangi í ansi mörg ár
Bjarni talar um framtíð Laugardalsvallar. Eru að uppskera eftir samtal síðustu ára. Aðalmálið að völlurinn verði nothæfur lengur á árinu en áður. Hybrid gras verður lagt á völlinn, skref svo völlurinn verði tileinkaður fótbolta.
Eyða Breyta
14:02
Undirbúningsfélag
KSÍ tilkynnti 2018 að undirbúningsfélag um uppbyggingu Laugardalsvallar hafi verið stofnað og að undirbúningi um uppbyggingu skuli lokið fyrir lok árs.
Eyða Breyta
Undirbúningsfélag
KSÍ tilkynnti 2018 að undirbúningsfélag um uppbyggingu Laugardalsvallar hafi verið stofnað og að undirbúningi um uppbyggingu skuli lokið fyrir lok árs.
16.04.2018 13:54
Sjáðu hugmyndirnar - Tveir kostir til skoðunar með nýjan Laugardalsvöll
Eyða Breyta
14:02
2017 var annar fréttamannafundur
KSÍ boðaði til fréttamannafundar 2017 þar sem kynnt voru áform um nýjan Laugardalsvöll. Þar var farið yfir viðskiptaáætlun og forhönnun á fyrirhugðum velli. Guðni Bergsson þávereandi formaður KSÍ sagði á fréttamannafundinum að Borgarráð og ríkisstjórnin hafa tekið málið fyrir og hefðu áhuga á að taka málið lengra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson þáverandi borgarstjóri sátu fundinn.
Eyða Breyta
2017 var annar fréttamannafundur
KSÍ boðaði til fréttamannafundar 2017 þar sem kynnt voru áform um nýjan Laugardalsvöll. Þar var farið yfir viðskiptaáætlun og forhönnun á fyrirhugðum velli. Guðni Bergsson þávereandi formaður KSÍ sagði á fréttamannafundinum að Borgarráð og ríkisstjórnin hafa tekið málið fyrir og hefðu áhuga á að taka málið lengra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson þáverandi borgarstjóri sátu fundinn.
19.10.2017 15:16
Ríki og borg vilja vinna með KSÍ að nýjum Laugardalsvelli
Eyða Breyta
13:58
Fréttamannafundur árið 2017
Á fréttamannafundi 2017 voru kynntar tillögur að nýjum Laugardalsvelli sem gæti auk fótboltaleikja hýst tónleika, ráðstefnur og aðra íþróttaviðburði. Þá var talað um að nýr leikvangur gæti verið tilbúinn 2020.
Eyða Breyta
Fréttamannafundur árið 2017
Á fréttamannafundi 2017 voru kynntar tillögur að nýjum Laugardalsvelli sem gæti auk fótboltaleikja hýst tónleika, ráðstefnur og aðra íþróttaviðburði. Þá var talað um að nýr leikvangur gæti verið tilbúinn 2020.
19.10.2017 16:37
Sjáðu myndirnar: Svona gæti nýr Laugardalsvöllur litið út
Eyða Breyta
13:57
Verkin ekki látin tala
Eins og hefur verið í umræðunni í mörg ár þá hefur Ísland setið rækilega á eftir þegar kemur að vallarmálum. Laugardalsvöllur er svo sannarlega barn síns tíma og aðstaðan á honum óboðleg fyrir leikmenn, áhorfendur og starfsfólk.
Lítil sem engin þróun hefur verið á gangi mála þó fjölmargir starfshópar og undirbúningsnefndir hafa verið settar saman.
Meðan við bíðum eftir fundinum þá skulum við rifja upp svipaða fundi sem hafa verið haldnir á undanförnum árum.
Eyða Breyta
Verkin ekki látin tala
Eins og hefur verið í umræðunni í mörg ár þá hefur Ísland setið rækilega á eftir þegar kemur að vallarmálum. Laugardalsvöllur er svo sannarlega barn síns tíma og aðstaðan á honum óboðleg fyrir leikmenn, áhorfendur og starfsfólk.
Lítil sem engin þróun hefur verið á gangi mála þó fjölmargir starfshópar og undirbúningsnefndir hafa verið settar saman.
Meðan við bíðum eftir fundinum þá skulum við rifja upp svipaða fundi sem hafa verið haldnir á undanförnum árum.
Eyða Breyta
13:51
Hybrid gras á leið á Laugardalsvöll
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á Laugardalsvelli í haust þar sem skipta á um undirlag.
„Það eru alls konar hugmyndir í gangi og ein af þeim er að skipta um undirlag og fara í hybrid, reyna taka þetta í skrefum. Því miður erum við á undanþágu frá UEFA og sú undanþága er að renna út. Eitthvað þarf að gerast til þess að við getum haldið áfram að spila á Laugardalsvelli," sagði Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ í viðtali í apríl.
Hybrid-vellir líta út eins og grasvellir - og það er talað um að það sé eins og að spila á náttúrulegu grasi - en þeir eru sterkari en náttúrulegt gras og líftími þeirra er lengri; það á að vera hægt að spila á þeim lengur inn í veturinn. Hybrid-vellir eru í notkun víða um heim, þar á meðal eru öll félög ensku úrvalsdeildarinnar á þannig völlum.
FH-ingar hafa verið að gera tilraun með hybrid gras á æfingasvæði sínu.
Jón Rúnar Halldórsson hjá FH segir að það sé fimm prósent gervigras í hybrid-grasinu í Kaplakrika, 95 prósent náttúrulegt gras. „Við getum talað um að þetta sé grasvöllur og hann hefur alla þá eiginleika sem grasvöllur hefur. Fótbolti spilast á grasi. Hvað verðið varðar, þá er þetta hagstæðara;" sagði Jón Rúnar í viðtali í fyrra.
Eyða Breyta
Hybrid gras á leið á Laugardalsvöll
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á Laugardalsvelli í haust þar sem skipta á um undirlag.
„Það eru alls konar hugmyndir í gangi og ein af þeim er að skipta um undirlag og fara í hybrid, reyna taka þetta í skrefum. Því miður erum við á undanþágu frá UEFA og sú undanþága er að renna út. Eitthvað þarf að gerast til þess að við getum haldið áfram að spila á Laugardalsvelli," sagði Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ í viðtali í apríl.
Hybrid-vellir líta út eins og grasvellir - og það er talað um að það sé eins og að spila á náttúrulegu grasi - en þeir eru sterkari en náttúrulegt gras og líftími þeirra er lengri; það á að vera hægt að spila á þeim lengur inn í veturinn. Hybrid-vellir eru í notkun víða um heim, þar á meðal eru öll félög ensku úrvalsdeildarinnar á þannig völlum.
FH-ingar hafa verið að gera tilraun með hybrid gras á æfingasvæði sínu.
Jón Rúnar Halldórsson hjá FH segir að það sé fimm prósent gervigras í hybrid-grasinu í Kaplakrika, 95 prósent náttúrulegt gras. „Við getum talað um að þetta sé grasvöllur og hann hefur alla þá eiginleika sem grasvöllur hefur. Fótbolti spilast á grasi. Hvað verðið varðar, þá er þetta hagstæðara;" sagði Jón Rúnar í viðtali í fyrra.
29.08.2023 18:05
Jón Rúnar sýndi nýja hybrid-völlinn: Af hverju ætti þetta ekki að virka vel hérna?
Eyða Breyta
13:46
Úr póstinum til fjölmiðla:
Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Knattspyrnusamband Íslands og Frjálsíþróttasamband Íslands, boðar fjölmiðla á undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum í dag kl. 14:00 á Laugardalsvelli, 3. hæð.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Freyr Ólafsson formaður FRÍ verða til viðtals að undirritun lokinni.
Eyða Breyta
Úr póstinum til fjölmiðla:
Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Knattspyrnusamband Íslands og Frjálsíþróttasamband Íslands, boðar fjölmiðla á undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum í dag kl. 14:00 á Laugardalsvelli, 3. hæð.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Freyr Ólafsson formaður FRÍ verða til viðtals að undirritun lokinni.
Eyða Breyta
Athugasemdir