Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   mið 02. október 2024 18:25
Elvar Geir Magnússon
Birkir Heimis kominn aftur í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Valur hefur keypt miðjumanninn Birki Heimisson aftur til baka frá Þór.

Birkir var keyptur til uppeldisfélagsins Þórs frá Val síðasta vetur og var besti leikmaður liðsins í Lengjudeildinni í sumar, skoraði fimm mörk í 17 deildarleikjum. Hann hafði leikið með Val 2020-2023.

„Það er geggjað að vera búinn að skrifa aftur undir hjá Val eftir lærdómsríkt ár fyrir norðan. Ég er búinn að vera að æfa með strákunum hérna í sumar og ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar Túfa vildi fá mig. Ég þekki hann vel og veit fyrir hvað hann stendur og hvað hann vill gera með hópinn. Það er gott að vera kominn aftur," segir Birkir, sem er 24 ára gamall.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur að kaupa Birki á mjög svipaða upphæð og Þór greiddi fyrir Birki í vetur. Birkir æfði með Val í dag.
Athugasemdir
banner
banner