Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 02. nóvember 2019 10:45
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn í byrjunarliðinu hjá AIK
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands og AIK.
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands og AIK.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er í leikmannahópi AIK sem mætir Sundsvall klukkan 12:00 að íslenskum tíma, í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Fréttir þess efnis að hann hefði verið handtekinn eftir læti á skemmtistað í vikunni vöktu mikla athygli.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá skoðaði AIK atvikið gaumgæfilega og taldi þjálfari liðsins að ekki ætti að refsa íslenska landsliðsmanninum. Hann er ekki talinn sökudólgur í þeim látum sem áttu sér stað.

AIK á ekki lengur möguleika á sænska meistaratitlinum en það er þó mikil spenna í deildinni eins og lesa má nánar um hérna.

Uppfært: Kolbeinn er meðal byrjunarliðsmanna hjá AIK.



Athugasemdir
banner
banner
banner