Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er í leikmannahópi AIK sem mætir Sundsvall klukkan 12:00 að íslenskum tíma, í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar.
Fréttir þess efnis að hann hefði verið handtekinn eftir læti á skemmtistað í vikunni vöktu mikla athygli.
Fréttir þess efnis að hann hefði verið handtekinn eftir læti á skemmtistað í vikunni vöktu mikla athygli.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá skoðaði AIK atvikið gaumgæfilega og taldi þjálfari liðsins að ekki ætti að refsa íslenska landsliðsmanninum. Hann er ekki talinn sökudólgur í þeim látum sem áttu sér stað.
AIK á ekki lengur möguleika á sænska meistaratitlinum en það er þó mikil spenna í deildinni eins og lesa má nánar um hérna.
Uppfært: Kolbeinn er meðal byrjunarliðsmanna hjá AIK.
Dagens AIK-elva i den allsvenska avslutningen mot GIF Sundsvall. Avspark kl 13:00 på Friends Arena.
— AIK Fotboll (@aikfotboll) November 2, 2019
Kan du inte vara på plats? Se matchen hos C More och länken nedan så stödjer du AIK ekonomiskt.https://t.co/QLWRSSVToy pic.twitter.com/zFZYYs6A7r
Athugasemdir