Bandaríski sóknarmaðurinn Tiffany McCarty verður ekki áfram hjá Þór/KA. Þetta fékk Fótbolti.net staðfest frá þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni.
Tiffany, sem er 32 ára gömul, gekk í raðir Þór/KA síðasta vetur eftir að hafa leikið með Breiðabliki 2021 og Selfossi 2020. Hún skoraði þrjú mörk í fjórtán leikjum í sumar.
Tiffany, sem er 32 ára gömul, gekk í raðir Þór/KA síðasta vetur eftir að hafa leikið með Breiðabliki 2021 og Selfossi 2020. Hún skoraði þrjú mörk í fjórtán leikjum í sumar.
Tíðindin frá Akureyri eru fleiri því Saga Líf Sigurðardóttir, sem lék tíu leiki með liðinu í sumar og sautján tímabilið 2021, glímir við erfið meiðsli. Hún er með brjósklos í baki og getur ekki æft. Óvíst er hvort hún geti spilað næsta sumar.
Þá er óvíst hvort þær Arna Kristinsdóttir og Rakel Sjöfn Stefánsdóttir verði með á næsta tímabili. Þær eru ekki að æfa með Þór/KA sem stendur. Þær Arna og Rakel léku á láni hjá Tindastóli frá Þór/KA á síðasta tímabili og hjálpuðu liðinu að komast aftur upp í Bestu deildina.
Annað tengt Þór/KA:
Þór/KA semur við fjórar - Hulda Björg og Harpa verða áfram
Þór/KA kynnir stórt þjálfarateymi
Athugasemdir