Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 14:08
Elvar Geir Magnússon
Ferguson kominn til West Ham á láni (Staðfest)
Evan Ferguson með treyjuna.
Evan Ferguson með treyjuna.
Mynd: West Ham
Írski framherjinn Evan Ferguson er farinn til West Ham á láni frá Brighton út tímabilið. Ferguson er tvítugur og fékk ekki mörg tækifæri hjá Fabian Hurzeler.

Írinn skaust fram á sjónarsviðið tímabilið 2022-2023 þá aðeins 18 ára gamall. Hann skoraði 10 mörk í öllum keppnum og var valinn besti ungi leikmaður Brighton það tímabilið.

Hann hefur að mestu verið varamaður á leiktíðinni og aðeins skorað eitt mark, en fær nú tækifæri til þess að koma ferlinum aftur af stað.

West Ham hefur náð samkomulagi við Brighton um að fá Ferguson á láni út tímabilið, en þar hittir hann Graham Potter, fyrrum stjóra sinn hjá Brighton.

Evan Ferguson:
„Það er góð tilfinning að vera mættur hingað. Ég get séð og veit hvað West Ham er stórt félag. Ég þekki stjórann og hlakka til að vinna með honum aftur."

Graham Potter:
„Hann er sóknarmaður með mikil gæði sem mun hjálpa hópnum á komandi mánuðum. Ég þekki hann vel og er þakklátur stjórninni fyrir að hafa fengið hann inn."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 23 17 5 1 56 21 +35 56
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
5 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 West Ham 23 7 6 10 28 44 -16 27
16 Everton 23 6 8 9 23 28 -5 26
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner