Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. mars 2021 13:49
Elvar Geir Magnússon
Bild: Haaland útilokar Chelsea og Bayern
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Chelsea á ekki möguleika á því að kaupa Erling Haaland samkvæmt þýska blaðinu Bild.

Þar er sagt að norski sóknarmaðurinn hafi einnig útilokað Bayern München og ef hann fari í ensku úrvalsdeildina muni hann bara skrifa undir hjá Liverpool, Manchester City eða Manchester United. Real Madrid, Barcelona og Juventus eru einnig sögð eiga möguleika á að fa Haaland.

Haaland hefur skorað 33 mörk í 31 leik fyrir land og lið á þessu tímabili og skiljanlega vilja stærstu félagslið Evrópu fá hann í sínar raðir.

Íþróttadeild Bild greinir frá því að aðeins sex félagslið séu á lista Haaland ef hann yfirgefur Dortmund í sumar. Hann vill aðeins fara í algjört toppfélag og að hans mati fellur Chelsea ekki í þann flokk.

Nýlega var sagt frá því að Roman Abramovich þráði að fá Haaland til Chelsea. Það þyrfti um 100 milljónir punda til að kaupa Haaland frá Dortmund en 2022 virkjast 90 milljóna punda riftunarákvæði í samningnum hans við þýska félagið.

Dortmund þarf að komast í Meistaradeildina til að eiga möguleika á því að halda Haaland. Liðið er sem stendur í fimmta sæti, þremur stigum frá fjórða sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistarsdeildinni.

Dortmund er á góðri leið með að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en Haaland skoraði tvö mörk í 3-2 sigri gegn Sevilla í fyrri viðureign liðanna í síðasta mánuði.

Haaland hefur skorað 43 mörk í 45 leikjum fyrir Dortmund síðan hann var keyptur fyrir um 15 milljónir punda frá Red Bull Salzburg í janúar 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner