Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   mán 03. apríl 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sigurbergur Áki Jörundsson (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ekki bara erfiður á æfingum.
Ekki bara erfiður á æfingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Statham.
Daníel Statham.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég? Efnilegastur?
Ég? Efnilegastur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndi höstla, semja um frið og redda mönnum heim af eyjunni.
Myndi höstla, semja um frið og redda mönnum heim af eyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sigurbergur Áki Jörundsson er einn af ungu leikmönnunum hjá Stjörnunni sem vert verður að fylgjast með í sumar. Hann er U19 landsliðsmaður og hjálpaði því liði að komast á lokamót EM í síðasta mánuði.

Sigurbergur var á láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra og kom við sögu í átján leikjum. Hann á að baki þrettán leiki fyrir yngri landsliðin og mun í sumar spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Stjörnuna. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: Stjarnan

Fullt nafn: Sigurbergur Áki Jörundsson

Gælunafn: Beggi

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: lengjubikarnum á móti fjölni 2019

Uppáhalds drykkur: límonæði

Uppáhalds matsölustaður: Lemon

Hvernig bíl áttu: volkswagen 2018 árgerð

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones

Uppáhalds tónlistarmaður: lil baby

Uppáhalds hlaðvarp: fm95blö

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Áfram Ísland frá ömmu
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: úff aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mathys Tel

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: hef verið með marga mjög góða hingað til en þeir sem koma efst upp í huga eru Andrés már loga, Ejub og Raggi trausta. Svo eru Gústi og Jölli geggjaðir lika.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: þórarinn Ingi á æfingum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Lionel messi

Sætasti sigurinn: Úrslitaleikurinn á gothia cup

Mestu vonbrigðin: slíta krossband

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið:

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Eggert Aron Guðmundsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Henrik Máni

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: þær eru allar fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Guðmundur Baldvin

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá ömmu

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: var eitthvað pirraður í leik og kallaði dómarann “heimadómara” þrátt fyrir að við vorum á heimavelli.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: neibb

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist af og til með nba og svo íslenska handboltalandsliðinu.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: er hræðilegur í stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Eggert og Adolf til þess að heyra þá rífast allan tíman og svo Guðmund Baldvin til þess að semja um frið og redda okkur af þessari eyju.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er tvíburi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Danni lax, Aka Jason Statham.

Hverju laugstu síðast: Sagði mömmu að ég hefði lært allt kvöldið

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: fifa 11

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Messi hver væri lykillinn að árangri?
Athugasemdir
banner
banner
banner