Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 03. júní 2021 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikir færðir og tveimur leikjum frestað í Pepsi Max
Gísli Eyjólfsson er í landsliðshópnum.
Gísli Eyjólfsson er í landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breytingar hafa verið gerðar á fjórum leikjum í Pepsi Max deild karla vegna landsleikja A karla 4. og 8. júní.

Leikirnir eru:

ÍA – KA
Var: Sunnudaginn 13. júní kl. 17.00 á Norðuálsvellinum
Verður: Miðvikudaginn 16. júní kl. 18.00 á Norðurálsvellinum

Keflavík - HK
Var: Sunnudaginn 13. júní kl. 19.15 á HS Orku vellinum
Verður: Miðvikudaginn 16. júní kl. 19.15 á HS Orku vellinum

Jafnframt hefur neðangreindum leikjum verið frestað. Nýr leikdagur verður tilkynntur síðar:

KA – Breiðablik 7. júní kl. 18.00 Leik frestað.
FH – Keflavík 7. júní kl. 19.15 Leik frestað.

Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Keflavíkur og Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, eru í landsliðshópnum og gætu spilað gegn Færeyjum á morgun. Eftir það er leikur gegn Póllandi þriðjudag í næstu viku. Leikirnir eru færðir svo þessir leikmenn geti spilað.

Leikur Vals og Víkings er áfram settur á 7. júní þar sem Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, er ekki með gegn Færeyjum og Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner