Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mán 03. júní 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingar taka þátt í kaupum á Burton - Sonur Hareide í stórt starf
Burton Albion fagnar marki.
Burton Albion fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Skandinavískur eigendahópur hefur fest kaup á enska fótboltafélaginu Burton Albion en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

Fram kemur í yfirlýsingunni að fjárfestarnir komi meðal annars frá Íslandi.

Nordic Football Group heitir hópurinn og koma fjárfestarnir frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi.

Svo virðist sem Norðmenn fari fyrir hópnum og verður Ole Jakob Strandhagen, fyrrum stjórnarmaður Molde, nýr stjórnarformaður Burton Albion.

Benedik Hareide, sonur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, verður þá yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Burton Albion endaði í 20. sæti C-deildar Englands á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner