Þórir Jóhann Helgason leikmaður Lecce er ekki í framtíðarplönum Luca Gotti stjóra liðsins.
Gotti tók við liðinu í mars en Þórir var lánaður til Braunschweig, sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi, síðasta sumar.
Þar lék hann 27 leiki og skoraði 3 mörk er liðið bjargaði sér frá falli. Liðið endaði í 15. sæti með 38 stig, sex stigum frá fallsæti.
Mikill áhugi er hjá Braunschweig að halda Þóri en Lecce hafnaði tilboði frá þýska félaginu í síðasta mánuði. Hann er samningsbundinn ítalska félaginu út næsta tímabil en það er einnig áhugi á honum frá öðrum liðum í Þýskalandi
Athugasemdir