Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 03. ágúst 2024 18:20
Sölvi Haraldsson
Liverpool og Manchester United mætast í nótt
Úr leik liðanna á seinasta tímabili.
Úr leik liðanna á seinasta tímabili.
Mynd: EPA
Undirbúningstímabilið er í fullum gangi núna hjá stærstu liðum Evrópu sem eru að gera sig klár, bæði innan sem utan vallar, fyrir átökin í vetur.

Klukkan 23:45 mætast tvö stærstu knattspyrnulið á Englandi Manchester United og Liverpool í Suður Karólínu.

United hefur átt annasamt sumar á markaðnum en þeir hafa keppt fjóra æfingaleiki í sumar. Tapað tveimur leikjum, gegn Rosenborg og Arsenal, og unnið tvo leiki, gegn Real Betis og Rangers. 

Þetta er seinasti leikur Manchester United fyrir úrslitaleikinn um samfélagsskjöldinn gegn Manchester City eftir viku.

Leikmenn eins og Leny Yoro og Joshua Zirkzee hafa skrifað undir fyrir Rauðu Djöflana og eru þeir orðaðir við fleiri leikmenn eins og Ugarte og De Ligt. 

Það er hins vegar ekki alvega sama sagan af Liverpool sem hefur ekki keypt einn einasta leikmann í sumar. Nokkrir leikmenn Liverpool eins Joe Gomez, Bobby Clark og fleiri eru þó orðaðir frá liðinu.

Liverpool hefur spilað vel í sumar undir stjórn nýja þjálfarans Arne Slot. Liðið hefur unnið Real Betis 1-0 og núna seinast unnu þeir Arsenal 2-1.

Liverpool byrjar tímabilið á Portman Road gegn nýlliðum Ipswich Town.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner