Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl í nótt en þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tóku á móti honum, þrátt fyrir að hann lenti þegar klukkan var að ganga 4 um nótt.
Chelsea, PSG og Al Ahli í Sádi-Arabíu reyndu að fá Osimhen á gluggadeginum á föstudag en samningar náðust ekki og Osimhen varð áfram hjá Napoli.
Osimhen og umboðsmenn hans urðu bálreiðir út í æðstu menn Napoli og ljóst var að leikmaðurinn yrði í frystikistunni hjá ítalska félaginu ef hann næði ekki að færa sig um set.
Chelsea, PSG og Al Ahli í Sádi-Arabíu reyndu að fá Osimhen á gluggadeginum á föstudag en samningar náðust ekki og Osimhen varð áfram hjá Napoli.
Osimhen og umboðsmenn hans urðu bálreiðir út í æðstu menn Napoli og ljóst var að leikmaðurinn yrði í frystikistunni hjá ítalska félaginu ef hann næði ekki að færa sig um set.
Þar sem glugginn er enn opinn í Tyrklandi náði Galatasaray að grípa gæsina, náði samkomulagi við Napoli um að greiða stærstan hluta launa Osimhen og fá hann lánaðan.
Osimhen mun því spila með liðinu í vetur en það er með í Evrópudeildinni. Ekkert kaupákvæði er í samningnum sem gildir út leiktíðina.
Victor Osimhen, ilk üçlüsünü çektirdi. ????????pic.twitter.com/m6AwSdUztP
— Sports Digitale (@SportsDigitale) September 3, 2024
Galatasaray taraftar?, Victor Osimhen'i bekliyor ???????? pic.twitter.com/c0N6rhmUPs
— De Marke Sports (@demarkesports) September 3, 2024
The masquerade is about to start. You are all invited. pic.twitter.com/j4yV8Suzeh
— Galatasaray EN (@Galatasaray) September 2, 2024
Athugasemdir