Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   þri 03. september 2024 08:14
Elvar Geir Magnússon
Osimhen æði í Istanbúl
Osimhen í Istanbúl í nótt.
Osimhen í Istanbúl í nótt.
Mynd: Getty Images
Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen lenti í Istanbúl í nótt en þúsundir stuðningsmanna Galatasaray tóku á móti honum, þrátt fyrir að hann lenti þegar klukkan var að ganga 4 um nótt.

Chelsea, PSG og Al Ahli í Sádi-Arabíu reyndu að fá Osimhen á gluggadeginum á föstudag en samningar náðust ekki og Osimhen varð áfram hjá Napoli.

Osimhen og umboðsmenn hans urðu bálreiðir út í æðstu menn Napoli og ljóst var að leikmaðurinn yrði í frystikistunni hjá ítalska félaginu ef hann næði ekki að færa sig um set.


Þar sem glugginn er enn opinn í Tyrklandi náði Galatasaray að grípa gæsina, náði samkomulagi við Napoli um að greiða stærstan hluta launa Osimhen og fá hann lánaðan.

Osimhen mun því spila með liðinu í vetur en það er með í Evrópudeildinni. Ekkert kaupákvæði er í samningnum sem gildir út leiktíðina.




Athugasemdir
banner
banner
banner