Íslenska U21 landsliðið komst eins og margir muna eftir í lokakeppni EM árið 2011 í fyrsta sinn í sögunni. Margir í því liði áttu svo eftir að fara með A-landsliðinu á EM og HM. U21 komst svo aftur í lokakeppnina árið 2021.
Ævintýrið var gert upp í hlaðvarpsþættinum Svona var Ísland á dögunum. Þar ræddi fyrirliði liðsins, Bjarni Þór Viðarsson, við þá Jóhann Skúla Jónsson og Orra Eiríksson um undankeppnina og lokakeppnina.
Ævintýrið var gert upp í hlaðvarpsþættinum Svona var Ísland á dögunum. Þar ræddi fyrirliði liðsins, Bjarni Þór Viðarsson, við þá Jóhann Skúla Jónsson og Orra Eiríksson um undankeppnina og lokakeppnina.
31.05.2011 13:23
U21 árs landsliðshópur Íslands sem fer á EM
Leikmenn liðsins ræddu sín á milli hvort að þeir fengju bónusgreiðslur fyrir að komast í lokakeppnina. Umræðan í þættinum hófst með ummælum frá Skúla Jóni Friðgeirssyni sem var líkt og Bjarni í U21 liðinu á þessum tíma.
„Í tengslum við Skotlandsleikina (umspilsleikina fyrir lokamótið) þá komumst við því að því að ef við kæmumst áfram þá kæmu einhverjir peningar inn í sambandið. Eftir á að hyggja hefur sá peningur bara farið upp í kostnað við mótið, og kannski smá auka. Okkur fannst við eiga einhvern rétt á einhverjum hluta af þessum peningum. Við vorum farnir að að böggast í landsliðsnefndinni, að við myndum ræða þetta eftir leikina við Skota ef við kæmumst áfram," sagði Skúli.
„Svo klárum við þessa leiki og í fagnaðarlátunum úti í Edinborg er borðhald eftir leikinn, voða stemning. Þá stendur formaðurinn upp og við höldum að við séum að fá einhverja svakalega lofræðu, en það var aldeilis ekki. Við fengum hárblásara um það að við ættum ekki að fá neina peninga, við værum bara í U21 árs landsliði og þessir peningar ættu að nýtast í eitthvað annað. Ég man að okkur fannst þetta frekar skrítin tímasetning að fá þetta í andlitið, en ég skil svo sem formanninn ágætlega í dag," bætti Skúli við.
Fyrirliðinn tók svo til máls:
„Þetta var kannski ekki búið að vera mikið mál, en margir okkar í atvinnumannaumhverfi og vildu hafa þessa hluti á hreinu. Þetta var meira spurning um það."
„Þetta var mjög áhugaverð ræða, við vorum nýbúnir að tryggja okkur á lokamót og sátum á hótelinu í Edinborg að borða góða steik og bjór með. Jolli (Eyjólfur Sverrisson þjálfari) var búinn að halda einhverja tölu og einhverjir fleiri. Síðan allt í einu stendur formaður sambandsins upp og er ósáttur með hvernig hugarfarið er varðandi þetta. Hann sagði að við værum að spila fyrir Ísland og ættum að vera stoltir af því, sem ég skil mjög vel, en eins og Skúli nefnir þá var tímasetningin kannski ekki alveg upp á tíu. Geir má eiga það að hann kom skilaboðunum til skila. Þetta var nokkuð löng ræða, of löng á þessu augnabliki."
„Við fengum 94 þúsund krónur á mann fyrir að fara til Danmerkur," sagði Bjarni. Þáttinn má nálgast hér að neðan.
Athugasemdir