Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 03. nóvember 2021 10:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar sendir Stjörnumönnum kveðju - „Erfið ákvörðun"
Úr leik í sumar
Úr leik í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson hefur kvatt Stjörnuna og ætlar að róa á önnur mið. Hann hefur verið orðaður við FH og Val. Heiðar er 26 ára og hefur allan sinn feril leikið með Stjörnunni.

Hann skrifar kveðju til Stjörnunnar og stuðningsmanna félagsins og má sjá hana hér að neðan.

Takk Stjarnan

„Ég vil byrja á að þakka innilega þeim þjálfurum og leikmönnum sem ég hef kynnst í gegnum ár mín hjá félaginu, sem og öllu því yndislega fólki sem kemur að starfi Stjörnunnar. Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að róa á önnur mið og skilja leiðir því að sinni. Þetta var erfið ákvörðun en ég trúi að þetta sé rétta skrefið á mínum ferli."

„Eins og flestir í kringum mig vita þá ber ég miklar tilfinningar til míns uppeldisfélags og Stjarnan mun ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég er gífurlega stoltur að eiga þátt í að skrifa sögu Stjörnunnar og koma liðinu á þann stall sem það er á í dag. Takk Silfurskeiðin, ásamt öllum öðrum stuðningsmönnum Stjörnunnar, fyrir magnaðan stuðning í gegnum súrt og sætt."


Skíni Stjarnan

Heiðar Ægisson#12

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner