ÍBV tilkynnti í dag að þær Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova hefðu báðar framlengt samninga sína við félagið.
Þær eru báðar frá Lettlandi og léku með liðinu í sumar. Olga lék einnig með liðinu sumarið 2020 svo hún er að fara inn í sitt þriðja tímabil.
Þær eru báðar frá Lettlandi og léku með liðinu í sumar. Olga lék einnig með liðinu sumarið 2020 svo hún er að fara inn í sitt þriðja tímabil.
Í sumar skoraði Olga sex mörk í 16 leikjum og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.
Viktorija var markahæsti leikmaður ÍBV í sumar, skoraði átta mörk í deild og bikar.
Komnar
Farnar
Auður S. Scheving í Val (var á láni)
Clara Sigurðardóttir í Breiðablik
Delaney Baie Pridham til Svíþjóðar
Kristina Erman til Belgíu
Kristjana Sigurz Kristjánsdóttir í Breiðablik (Var á láni)
Athugasemdir