Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Enn og aftur tæpt - Handakriki Werner metinn rangstæður
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í stórleik vikunnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool og Chelsea eigast við.

Liverpool gæti verið að fara að tapa fimmta heimaleik sínum í röð, en staðan er 1-0 fyrir Chelsea í hálfleik. Mason Mount skoraði eina markið sem var metið löglegt í fyrri hálfleiknum.

Timo Werner skoraði líka en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Afar tæpt en enn og aftur er VAR í ensku úrvalsdeildinni að dæma rangstöðu á eitthvað sem er mjög tæpt. Handakrikinn á honum virðist hafa verið rangstæður en mynd má sjá hér að neðan.

„Þú ert ekki lengur réttstæður ef þú ert jafn einhverjum. Leikurinn er verri fyrir þær sakir," skrifar Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englendinga, á Twitter um atvikið.

Chelsea hefur verið betri aðilinn í fyrri hálfleik en það er allur seinni hálfleikurinn framundan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner