Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 15:54
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Skoraði sigurmarkið eftir 54 sekúndur - Atalanta lék sér að föllnu liði Monza
Boulaye Dia skoraði sigurmarkið snemma leiks
Boulaye Dia skoraði sigurmarkið snemma leiks
Mynd: EPA
Atalanta vann öruggan sigur á Monza
Atalanta vann öruggan sigur á Monza
Mynd: EPA
Mark senegalska framherjans Boulaye Dia eftir 52 sekúndur dugði til sigurs er Lazio heimsótti Empoli í Seríu A á Ítalíu í dag.

Lazio byrjaði leikinn hratt. Albanski bakvörðurinn Elseid Hysaj lyfti boltanum frá hægri og inn á teiginn á Dia sem tók hann á kassann áður en hann lagði hann í hægra hornið.

Hlutirnir versnuðu bara fyrir Empoli-menn er Lorenzo Colombo, framherji liðsins, fékk heimskulegt annað gula spjald sitt er hann eltist við boltann við vítateig Lazio með því að setja takkana í síðu varnarmannsins.

Matteo Guendouzi var ekki langt frá því að tvöfalda forystuna undir lok hálfleiksins en fyrirgjöf hans fór í gegnum allan pakkann og rétt framhjá markinu.

Lazio var með ágætis tök á leiknum í síðari hálfleik og var því algerlega óþarfi fyrir Hysaj að sækja annað gula spjald sitt er hann togaði sóknarmann Empoli niður á hægri vængnum. Jafnt í liðum.

Mörkin urðu samt sem áður ekki fleiri og fagnaði Lazio dýrmætum sigri í Evrópubaráttu sinni. Liðið er í 4. sæti með 63 stig en Empoli í næst neðsta sæti með 25 stig.

Atlanta valtaði þá yfir botnlið Monza, 4-0, á útivelli. Belgíski sóknarmaðurinn Charles De Ketelare skoraði tvö mörk á ellefu mínútum í fyrri hálfleik áður en þeir Ademola Lookman og Marco Brescianini bættu við mörkum í þeim síðari.

Monza er með aðeins 15 stig á botninum og fallið niður um deild, en Atalanta í 3. sæti með 68 stig.

Empoli 0 - 1 Lazio
0-1 Boulaye Dia ('1 )
Rautt spjald: ,Lorenzo Colombo, Empoli ('38)Elseid Hysaj, Lazio ('76)

Monza 0 - 4 Atalanta
0-1 Charles De Ketelaere ('12 )
0-2 Charles De Ketelaere ('23 )
0-3 Ademola Lookman ('47 )
0-4 Marco Brescianini ('88 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner