Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 16:49
Brynjar Ingi Erluson
U16 karla tapaði stórt fyrir Svíum
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri mátti þola stórt tap gegn Svíþjóð í þróunarmóti UEFA í Svíþjóð í dag en lokatölur urðu 5-0 heimamönnum í vil.

Ísland vann öflugan 2-0 sigur á Sviss á föstudag en tókst ekki að fylgja honum á eftir í dag.

Svíar komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum og bættu síðan við þremur í þeim síðari.

Síðasti leikur íslenska liðsins verður gegn Tékklandi á mánudag og hefst klukkan 10:00.

Tékkar hafa unnið báða leiki sína í riðlinum.

Hér fyrir neðan má síðan sjá allt það helsta úr leik Íslands og Svíþjóðar í dag.



Athugasemdir