ÍBV tapaði á heimavelli gegn Vestra í 5. umferð Bestu deildarinnar í dag. Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Vestri
„Hvort sem það er heima eða úti þá förum við í alla leiki til að vinna. Ég held að bæði leikmenn og þjálfarar séu sérstaklega ósáttir með fyrri hálfleikinn. Við vorum alltof lengi í gang og linir í fyrri hálfleik. Mér fannst við gefa allt í þetta í seinni hálfleik en það vantaði upp á gæði," sagði Láki.
Láki var ánægður með seinni hálfleikinn eftir slakan fyrri hálfleik.
„Það var ekkert sem kom á óvart í dag. Mörkin og allt frameftir götunum, við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í. Mér fannst við þurfa alltof langan tíma til að átta okkur sóknarleg." sagði Láki.
„Mér fannst við skapa töluvert mikið í seinni hálfleik sérstaklega með tilliti til þess hvernig Vestri spilar þá náðum við að opna þá vel. En í dag gekk þetta ekki upp og það er bara áfram veginn."
Athugasemdir