Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 15:06
Brynjar Ingi Erluson
England: Annað sinn á tímabilinu sem Man Utd fær á sig fjögur mörk - Jafnt í Lundúnum
Manchester United tapaði fyrir Brentford
Manchester United tapaði fyrir Brentford
Mynd: EPA
Kevin Schade skoraði tvennu
Kevin Schade skoraði tvennu
Mynd: EPA
Wilson Odobert skoraði eina mark Tottenham
Wilson Odobert skoraði eina mark Tottenham
Mynd: EPA
Manchester United tapaði fyrir Brentford, 4-3, í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem United fær á sig fjögur mörk í leik.

Margar breytingar voru gerðar á United-liðinu fyrir leikinn og var Ruben Amorim með síðari undanúrslitaleikinn í Evrópudeildinni í huga þegar hann valdi liðið.

Ungir leikmenn fengu tækifæri og þá var Luke Shaw með fyrirliðabandið. Leikurinn byrjaði ágætlega hjá gestunum sem komust yfir á 14. mínútu er Mason Mount mætti fyrirgjöf Alejandro Garnacho frá vinstri og skoraði hann fyrsta mark sitt á tímabilinu.

Það fór allt niður á við eftir það. Luke Shaw setti boltann í eigið net á 27. mínútu. Michael Kayode náði að koma sér í boltann eftir langt innkast og var Shaw óheppinn að stýra honum í netið.

Kevin Schade kom Brentford yfir aðeins sex mínútum síðar og aftur kom þetta eftir sókn á hægri vængnum. Christian Norgaard kom boltanum fyrir á Schade.

Matthijs De Ligt lá óvígur á vellinum og gat ekki haldið leik áfram, sem eru slæmar fréttir fyrir United-menn fyrir framhaldið. Harry Maguire kom inn í hans stað.

Brentford-menn bættu við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik.

Schade gerði annað mark sitt á 70. mínútu eftir undirbúning Bryan Mbeumo og þá skoraði Yoane Wissa fjórða markið eftir laglega sókn. Öll mörkin komu frá hægri vængnum og greinilega meðvitað hjá Thomas Frank og hans mönnum að keyra á það svæði.

Alejandro Garnacho minnkaði muninn þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þá náði Amad Diallo að að setja þriðja markið seint í uppbótartíma en lengra komust United-menn ekki og lokatölur því 4-3.

Brentford hoppar upp í 9. sæti deildarinnar með 52 stig en United er í 15. sæti með 39 stig. Sögulega slakt tímabil hjá stórveldinu.

Jafntefli í Brighton og Lundúnum

Brighton gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á AMEX-leikvanginum í Brighton.

Newcastle-liðið var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en það þurfti einstaklingsframtak frá Brighton til að taka forystuna. Hann lék á nokkra varnarmenn hægra megin í teignum áður en hann hamraði boltanum efst í vinstra hornið.

Tvisvar í leiknum var Newcastle-mönnum neitað um vítaspyrnu eftir skoðun VAR, en allt er þegar þrennt er. Undir lokin fékk Yasin Ayari boltann í höndina og ákvað VAR í þetta sinn að gefa þeim vítið.

Alexander Isak jafnaði metin með 23. deildarmarki sínu á tímabilinu og tryggja gestunum stig í mikilvægri baráttu þeirra um Meistaradeildarsæti. Newcastle er í 4. sæti með 63 stig en Brighton í 10. sæti með 52 stig.

West Ham og Tottenham gerðu einnig 1-1 jafntefli á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum.

Ange gerði eins og Amorim. Hann setti alla einbeitingu á Evrópudeildina og gerði átta breytingar.

Wilson Odobert kom Tottenham yfir á 15. mínútu leiksins eftir undirbúning frá samlanda sínum, Mathys Tel, áður en West Ham svaraði með marki fyrirliðans Jarrod Bowen þrettán mínútum síðar.

West Ham fékk nokkra sénsa til þess að sækja fyrsta sigurinn síðan í febrúar en Guglielmo Vicario var öruggur í sínum aðgerðum og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Tottenham er í 16. sæti með 38 stig en West Ham í sætinu fyrir neðan með 37 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Brentford 4 - 3 Manchester Utd
0-1 Mason Mount ('14 )
1-1 Luke Shaw ('27 , sjálfsmark)
2-1 Kevin Schade ('33 )
3-1 Kevin Schade ('70 )
4-1 Yoane Wissa ('74 )
4-2 Alejandro Garnacho ('82 )
4-3 Amad Diallo ('90 )

Brighton 1 - 1 Newcastle
1-0 Yankuba Minteh ('28 )
1-1 Alexander Isak ('89 , víti)

West Ham 1 - 1 Tottenham
0-1 Wilson Odobert ('15 )
1-1 Jarrod Bowen ('28 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner