Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 17:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Leverkusen missteig sig og Bayern varð sófameistari
Florian Wirtz skoraði fyrir Leverkusen
Florian Wirtz skoraði fyrir Leverkusen
Mynd: EPA
Freiburg 2 - 2 Bayer
1-0 Maximilian Eggestein ('44 )
2-0 Piero Hincapie ('49 , sjálfsmark)
2-1 Florian Wirtz ('82 )
2-2 Jonathan Tah ('90 )

Bayern Munchen varð þýskur meistari í dag eftir að Leverkusen missteig sig gegn Freiburg.

Bayern hefði getað orðið meistari í gær en liðið missteig sig gegn Leipzig, liðð þurfti að treysta á að Leverkusen myndi misstíga sig í dag sem varð raunin.

Freiburg náði tveggja marka forystu en Maximilian Eggestein kom Freiburg yfir með stórkostlegu skoti fyrir utan teiginn. Piiero Hincapie varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í seinni hálfleik og tvöfaldaði forystu Freiburg.

Florian Wirtz minnkaði muninn með skoti í stöngina og inn undir lok leiksins. Það var síðan Jonathan Tah sem jafnaði metin í uppbótatíma þegar hann skoraði með skalla en nær komst Leverkusen ekki.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner