Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 20:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Chelsea og Liverpool: Palmer vaknaður - Salah fékk falleinkunn
Mynd: EPA
Cole Palmer var valinn maður leiksins að mati Sky Sports þegar Chelsea vann Englandsmeistara Liverpool á Stamford Bridge í dag. Palmer innsiglaði sigur liðsins með marki úr vítaspyrnu en hann hafði ekki skora í tólf leikjum í röð.

Hann fær níu í einkunn en Moises Caicedo, Romeo Lavia og Noni Madueke fengu átta.

Mohamed Salah var mjög langt frá sínum besta og þá skoraði Jarell Quansah sjálfsmark og fékk á sig víti. Þeir fengu báðir fjóra í einkunn.

Chelsea: Sanchez (6); Caicedo (8), Chalobah (7), Colwill (7), Cucurella (7); Lavia (8), Enzo (7), Palmer (9); Neto (7), Jackson (6), Madueke (8)
Varamenn: Sancho (6), Gusto (6), James (Spilaði ekki nóg)

Liverpool: Alisson (6); Alexander-Arnold (5), Quansah (4), Van Dijk (6), Tsimikas (5); Endo (5), Elliott (5), Jones (5); Salah (4), Jota (5), Gakpo (5)
Varamenn: Bradley (6), Nunez (5), Mac Allister (6), Szoboszlai (5), Chiesa (Spilaði ekki nóg)
Athugasemdir
banner