Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 04. maí 2025 20:41
Haraldur Örn Haraldsson
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ekki ánægður með varnarleik síns liðs eftir að þeir töpuðu 3-0 í dag gegn ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 KA

„Ekki nógu gott varnarlega hjá okkur. Mér fannst við fínir í mörgum þáttum leiksins og örugglega ofan í ansi mörgum. Það skiptir bara engu máli ef að þú ert ekki tilbúinn að verjast fyrir liðið. Ef þú ert ekki tilbúinn að gefa allt til að fá ekki á þig mark, þá áttu til að tapa fótboltaleikjum og þannig töpum við fótboltaleikjum. Við erum búnir að fá allt of mörg mörk á okkur, og við þurfum að hætta því að fá á okkur 2-3 mörk. Því annars verðum við í veseni."

Varnarleikurinn var oft á tíðum styrkleikur KA manna á síðasta tímabili en hingað til á þessu tímabili hefur það verið þeirra helsti veikleiki. Hvað er það sem hefur breyst?

„Númer eitt er að liðið þarf að átta sig á því að það þarf að leggja sig fram 100% í vörninni. Þannig nærðu árangri, þegar menn eru farnir að spara sig 10% hér og þar og vonast til þess að einhver annar í liðinu vinni boltann og þú þurfir ekki að fara til baka, þá lendir þú í veseni. Við vissum að þeirra vængbakverðir eru hættulegir og þeir skora eftir þrjátíu og eitthvað sekúndur held ég. Það var bara þungt, og það er erfitt þegar það kemur 2-0. Því þó að við erum mikið með boltann og spilum rosa fínt út á vellinum. Þá sköpum við ekkert endalaust af færum. Eins og ég segi, þó að við höfum verið yfir í mörgum þáttum, þá vann Skaginn sangjarnt því að við vorum ekki tilbúnir að leggja okkur nóg fram."

Það er greinilegt að Hallgrímur veit hvert vandamálið er sem er varnarleikur liðsins og hann ætlar að reyna að laga það.

„Við þurfum bara að halda áfram að æfa. Varnarleikurinn er vandamálið, varnarleikur liðsins er vandamál liðsins. Þá er ég ekki bara að tala um öftustu línuna heldur varnarleik liðsins. Þegar við lögum það þá verðum við flottir. Það er það sem við þurfum að vinna í. Að við séum búnir að tapa á móti Val og Víking á útivelli, er ekkert stórslys. Við fengum erfiða byrjun og ekkert mál, fjögur stig allt í lagi. Frammistaðan í dag, því miður varnarlega var bara ekki nógu góð og það er það sem við ætlum að fara vinna í. Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir