Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 04. maí 2025 20:41
Haraldur Örn Haraldsson
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ekki ánægður með varnarleik síns liðs eftir að þeir töpuðu 3-0 í dag gegn ÍA.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 KA

„Ekki nógu gott varnarlega hjá okkur. Mér fannst við fínir í mörgum þáttum leiksins og örugglega ofan í ansi mörgum. Það skiptir bara engu máli ef að þú ert ekki tilbúinn að verjast fyrir liðið. Ef þú ert ekki tilbúinn að gefa allt til að fá ekki á þig mark, þá áttu til að tapa fótboltaleikjum og þannig töpum við fótboltaleikjum. Við erum búnir að fá allt of mörg mörk á okkur, og við þurfum að hætta því að fá á okkur 2-3 mörk. Því annars verðum við í veseni."

Varnarleikurinn var oft á tíðum styrkleikur KA manna á síðasta tímabili en hingað til á þessu tímabili hefur það verið þeirra helsti veikleiki. Hvað er það sem hefur breyst?

„Númer eitt er að liðið þarf að átta sig á því að það þarf að leggja sig fram 100% í vörninni. Þannig nærðu árangri, þegar menn eru farnir að spara sig 10% hér og þar og vonast til þess að einhver annar í liðinu vinni boltann og þú þurfir ekki að fara til baka, þá lendir þú í veseni. Við vissum að þeirra vængbakverðir eru hættulegir og þeir skora eftir þrjátíu og eitthvað sekúndur held ég. Það var bara þungt, og það er erfitt þegar það kemur 2-0. Því þó að við erum mikið með boltann og spilum rosa fínt út á vellinum. Þá sköpum við ekkert endalaust af færum. Eins og ég segi, þó að við höfum verið yfir í mörgum þáttum, þá vann Skaginn sangjarnt því að við vorum ekki tilbúnir að leggja okkur nóg fram."

Það er greinilegt að Hallgrímur veit hvert vandamálið er sem er varnarleikur liðsins og hann ætlar að reyna að laga það.

„Við þurfum bara að halda áfram að æfa. Varnarleikurinn er vandamálið, varnarleikur liðsins er vandamál liðsins. Þá er ég ekki bara að tala um öftustu línuna heldur varnarleik liðsins. Þegar við lögum það þá verðum við flottir. Það er það sem við þurfum að vinna í. Að við séum búnir að tapa á móti Val og Víking á útivelli, er ekkert stórslys. Við fengum erfiða byrjun og ekkert mál, fjögur stig allt í lagi. Frammistaðan í dag, því miður varnarlega var bara ekki nógu góð og það er það sem við ætlum að fara vinna í. Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner