Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Böddi búinn að glíma við veikindi: Þá vissi ég að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
   sun 04. maí 2025 18:06
Tryggvi Guðmundsson
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er á toppnum í Bestu deildinni eftir frábæran sigur á ÍBV í Eyjum í dag. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Vestri

„Ég er gríðarlega sáttur með liðsframmistöðuna. Við vissum það það yrði ekki auðvelt að koma hingað, sérstaklega fyrir okkur, við erum að koma nánast frá Grænlandi. Mér fannst það sjást á liðinu, sérstaklega í seinni hálfleik, lappirnar urðu þungar en á móti kemur að við gerðum það sem við héldum að myndi þurfa til að vinna þennan leik," sagði Davíð Smári.

„Við vissum að þeir væru aðeins veikir í krossum og mér fannst fyrsta markið koma út úr því. Við vissum að þeir myndu koma hátt á okkur í seinni og skilja eftir svæði á bakvið sig og mér fannst við nýta það vel."

Fyrrum framherjiinn Tryggvi Guðmundsson, textalýsti leiknum og tók viðtalið við Davíð en hann íhugaði að velja Daða Berg Jónsson sem skúrk eftir að hafa klúðrað mjög góðu færi.

„Þú þekkir það sem framherji að þú færð stundum ekki allt kreditið fyrir allt effortið sem þú setur í leikina og ef þú klúðrar einu færi þá áttu slæman leik þannig mér fyndist það ósanngjarnt að setja Daða í einhvern skúrk þarna því hann vann gríðarlega fyrir liðið," sagði Davíð Smári léttur í bragði.
Athugasemdir
banner