Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
   sun 04. maí 2025 16:58
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Lífsnauðsynlegur sigur Holsten Kiel
Alexander Bernhardsson átti stórleik með Holsten Kiel
Alexander Bernhardsson átti stórleik með Holsten Kiel
Mynd: EPA
Augsburg 1 - 3 Holstein Kiel
0-1 Shuto Machino ('25 , víti)
0-2 Alexander Bernhardsson ('40 )
0-3 Alexander Bernhardsson ('51 )
1-3 Steve Mounie ('90 )

Nýliðar Holsten Kiel unnu lífsnauðsynlegan 3-1 sigur á Augsburg á útivelli í þýsku deildinni í dag.

Holsten er í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en þriðja neðsta liðið fer í umspil um sæti og þangað vill Holsten komast.

Liðið komst í forystu á 25. mínútu er varnarmaður Augsburg braut af sér í teignum. Shuto Machino, sem hefur verið helsta ógn Holsten á tímabilinu, skoraði úr vítinu.

Sænski leikmaðurinn Alexander Bernhardsson tvöfaldaði forystuna á 40. mínútu. Hann fékk frábæra stungusendingu inn fyrir og skaut að marki, en Finn Dahmen varði frá honum. Bernhardsson hirti frákastið með því að skalla boltann hátt upp í loft, yfir Dahmen og í netið. Hálfgert sprellimark en vel gert engu að síður hjá Bernhardsson.

Bernhardsson var aftur á ferðinni á 51. mínútu er hann hamraði boltanum með vinstri fæti í vinstra hornið. Frábær frammistaða hjá honum, tvö mörk og ein vítaspyrna fiskuð.

Steve Mounie náði að koma inn í einu framhjá markverði Holsten Kiel en það var allt of sumt. Virkilega sterkur sigur hjá Kiel sem er í næst neðsta sæti með 25 stig, stigi frá umspili, en Augsburg í 11. sæti með 43 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner