Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 04. júní 2019 16:21
Elvar Geir Magnússon
Sturridge og Moreno yfirgefa Liverpool (Staðfest)
Liverpool hefur staðfest að sóknarmaðurinn Daniel Sturridge og bakvörðurinn Alberto Moreno munu báðir yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út síðar í þessum mánuði.

Brendan Rodgers fékk þá báða til félagsins.

Sturridge er 29 ára og kom frá Chelsea í janúar 2012 en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir.

Moreno er 26 ára og lék 91 leik á fyrstu tveimur tímabilum sínum í enska boltanum eftir að hafa verið keyptur frá Sevilla 2014.

Hann hefur mikið verið geymdur a bekknum síðustu tímabil en hann missti stöðu sína til James Milner og svo Andrew Robertson.

„Þessir mögnuðu leikmenn eiga skilið að fá þakkir. Þeir hjálpuðu liðinu í sinni framþróun," segir Jurgen Klopp á heimasíðu Liverpool og hrósar þeim fyrir mikla fagmennsku.

„Við munum auðvitað sakna þeirra en það er hægt að kveðja þá með bestu mögulegu orðunum: Strákar, þið kveðjið sem Evrópumeistarar!"


Athugasemdir
banner