Fulham ætlaði sér að sækja framherjann Ernest Nuamah frá Lyon í Frakklandi áður en félagaskiptaglugginn lokaði í síðustu viku.
Enska úrvalsdeildarfélagið komst að samkomulagi við Lyon um 20 milljón evra kaupverð á Nuamah.
Leikmaðurinn vildi hins vegar ekki fara frá Lyon og var hann með tárin í augunum þegar hann flaug til London. L'Equipe í Frakklandi segir frá því að hann hafi farið grátandi í læknisskoðun hjá Fulham.
Hann kláraði fyrri part læknisskoðunarinnar en mætti svo einfaldlega ekki í seinni partinn. Hann var bara hvergi sjáanlegur.
Kaupin gengu ekki í gegn þar sem hann mætti ekki og er hann því áfram leikmaður Lyon.
Nuamah skoraði þrjú mörk í 33 leikjum með Lyon á síðasta tímabili.
Athugasemdir