Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 04. október 2020 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Moise Kean til PSG út tímabilið (Staðfest)
Moise Kean mun leika fyrir Paris Saint-Germain að láni út tímabilið. Kaupmöguleiki er ekki talinn vera í samningnum.

Everton keypti Kean fyrir ári síðan fyrir 30 milljónir evra en hann hefur ekki fundið sig á Englandi og hefur aðeins skorað fjórum sinnum í 37 leikjum.

Kean er tvítugur og mun spreyta sig með stórveldi og Frakklandsmeisturum PSG á næstu leiktíð, þar sem nóg er af samkeppni um byrjunarliðssæti.

Kean mun berjast við menn á borð við Mauro Icardi, Kylian Mbappe, Neymar og Angel Di Maria um sæti í liðinu.
Athugasemdir
banner