Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 04. nóvember 2020 18:57
Sverrir Örn Einarsson
Hallbera: Væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik
Kvenaboltinn
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hallbera Guðný Gísladóttir átti fínan leik í vinstri bakverðinum þegar lið hennar Valur lagði lið HJK frá Helsinki með þremur mörkum gegn engu í forkeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var á Origo vellinum. Sigurinn fleytir Val áfram í næstu umferð keppninar og skrefi nær 32.liða úrslitum sem hefjast í desember.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 HJK Helsinki

„Þetta var bara skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur spilað hérna á Hlíðarenda en við kláruðum þetta í fyrri hálfleik og það kannski sást svolítið á okkur í síðari hálfleik að við erum ekki mikið búnar að vera spila saman sem lið. En mér fannst þetta fagmannlega gert í fyrri hálfleik og við sigldum þessu heim þá.“
Sagði Hallbera um leikinn og hvernig var að spila.

Valsliðið kom gríðarlega einbeitt til leiks og líkt og Hallbera segir var liðið búið að klára leikinn í hálfleik. Þjálfar Vals hafa lagt leikinn vel upp?

„Já þær spiluðu nákvæmlega eins og við vorum búnar að fara yfir. Við erum búnar að eyða tveimur dögum í að skipuleggja okkur vel og og það tókst og ég er bara spennt fyrir framhaldinu.“

Tvær vikur eru í næsta leikdag í keppninni og að Íslandsmótið var blásið af á dögunum og hertar sóttvarnarráðstafanir bönnuðu liðum að æfa er ekkert vesen að halda sér í standi og á tánum?

„Jú ég vona að við fáum að spila fótbolta. Það væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik og það er það sem maður vonar en annars er það bara hlaup og reyna gera sitt besta að halda sér í standi.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner