Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 04. nóvember 2020 18:57
Sverrir Örn Einarsson
Hallbera: Væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik
Kvenaboltinn
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hallbera Guðný Gísladóttir átti fínan leik í vinstri bakverðinum þegar lið hennar Valur lagði lið HJK frá Helsinki með þremur mörkum gegn engu í forkeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var á Origo vellinum. Sigurinn fleytir Val áfram í næstu umferð keppninar og skrefi nær 32.liða úrslitum sem hefjast í desember.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 HJK Helsinki

„Þetta var bara skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur spilað hérna á Hlíðarenda en við kláruðum þetta í fyrri hálfleik og það kannski sást svolítið á okkur í síðari hálfleik að við erum ekki mikið búnar að vera spila saman sem lið. En mér fannst þetta fagmannlega gert í fyrri hálfleik og við sigldum þessu heim þá.“
Sagði Hallbera um leikinn og hvernig var að spila.

Valsliðið kom gríðarlega einbeitt til leiks og líkt og Hallbera segir var liðið búið að klára leikinn í hálfleik. Þjálfar Vals hafa lagt leikinn vel upp?

„Já þær spiluðu nákvæmlega eins og við vorum búnar að fara yfir. Við erum búnar að eyða tveimur dögum í að skipuleggja okkur vel og og það tókst og ég er bara spennt fyrir framhaldinu.“

Tvær vikur eru í næsta leikdag í keppninni og að Íslandsmótið var blásið af á dögunum og hertar sóttvarnarráðstafanir bönnuðu liðum að æfa er ekkert vesen að halda sér í standi og á tánum?

„Jú ég vona að við fáum að spila fótbolta. Það væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik og það er það sem maður vonar en annars er það bara hlaup og reyna gera sitt besta að halda sér í standi.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner