Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mið 04. nóvember 2020 18:57
Sverrir Örn Einarsson
Hallbera: Væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik
Kvenaboltinn
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Hallbera Guðný Gísladóttir fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hallbera Guðný Gísladóttir átti fínan leik í vinstri bakverðinum þegar lið hennar Valur lagði lið HJK frá Helsinki með þremur mörkum gegn engu í forkeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var á Origo vellinum. Sigurinn fleytir Val áfram í næstu umferð keppninar og skrefi nær 32.liða úrslitum sem hefjast í desember.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 HJK Helsinki

„Þetta var bara skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur spilað hérna á Hlíðarenda en við kláruðum þetta í fyrri hálfleik og það kannski sást svolítið á okkur í síðari hálfleik að við erum ekki mikið búnar að vera spila saman sem lið. En mér fannst þetta fagmannlega gert í fyrri hálfleik og við sigldum þessu heim þá.“
Sagði Hallbera um leikinn og hvernig var að spila.

Valsliðið kom gríðarlega einbeitt til leiks og líkt og Hallbera segir var liðið búið að klára leikinn í hálfleik. Þjálfar Vals hafa lagt leikinn vel upp?

„Já þær spiluðu nákvæmlega eins og við vorum búnar að fara yfir. Við erum búnar að eyða tveimur dögum í að skipuleggja okkur vel og og það tókst og ég er bara spennt fyrir framhaldinu.“

Tvær vikur eru í næsta leikdag í keppninni og að Íslandsmótið var blásið af á dögunum og hertar sóttvarnarráðstafanir bönnuðu liðum að æfa er ekkert vesen að halda sér í standi og á tánum?

„Jú ég vona að við fáum að spila fótbolta. Það væri draumur að fá að æfa fótbolta fyrir næsta leik og það er það sem maður vonar en annars er það bara hlaup og reyna gera sitt besta að halda sér í standi.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner