Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Húðlatur Mbappe skapar stórt vandamál
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Skipti Kylian Mbappe til Real Madrid hafa ekki gengið eins snurðulaust fyrir sig og vonast hafði verið eftir.

Innkoma Mbappe í liðið hefur skapað erfiðleika fyrir Madrídstórveldið og liðið hefur ekki náð miklum takti.

Real tapaði á dögunum 0-4 fyrir erkifjendum sínum í Barcelona en spænski fjölmiðillinn Relevo vekur athygli á því í dag að Mbappe hafi aðeins hlaupið átta kílómetra í leiknum. Vanalega fara flestir leikmenn yfir tíu kílómetra í svona stórum leik.

Mbappe er húðlatur varnarlega og það setur allt Real Madrid liðið í ójafnvægi. Innkoma Mbappe hefur til dæmis haft mjög slæm áhrif á Jude Bellingham sem hefur lítið sýnt á þessu tímabili.

Relevo segir að Real Madrid, sem er ríkjandi Evrópumeistari, sé að reyna að finna taktískar lausnir en það sé ekki möguleiki að setja Mbappe á bekkinn. Hann er stærsta stjarnan í liðinu og Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, þarf að reyna að finna lausnina.
Athugasemdir
banner
banner