fös 04. desember 2020 10:12
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Áhorfendur snúa aftur á enska velli
Mynd: Getty Images
Það var stór stund á Emirates vellinum í Lundúnum í gær þegar áhorfendur mættu aftur á enskan úrvalsdeildarleikvang í fyrsta sinn í níu mánuði. Byrjað er að taka fyrstu skrefin í að fá stuðningsmenn til baka.

Á leikvöngum sem eru á þeim svæðum þar sem Covid-19 ástandið er ekki verst á Bretlandseyjum má nú taka á móti takmörkuðu magni áhorfenda. Það þarf þó að framfylgja ströngum reglum.

2.000 áhorfendur máttu mæta á Emirates leikvanginn þegar Arsenal mætti Rapid Vín í Evrópudeildinni í gær. Emirates rúmar rúmlega 60.000 áhorfendur.

Þeir sem mættu til að horfa Rúnar Alex Rúnarsson og félaga vinna öruggan sigur þurftu að halda fjarlægð í stúkunni og helst ekkert yfirgefa sæti sín meðan á leiknum stóð.

Áhorfendur voru hitamældir áður en þeir mættu en hér að neðan má sjá áhugaverðar myndir frá gærkvöldinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner