
Ivan Barton frá El Salvador dæmir leik Englands og Senegal í 16-liða úrslitum HM en leikurinn fer fram í kvöld klukkan 19. Þetta er hans riðji leikur á mótinu en hann dæmdi sigurleik Brasilíu gegn Sviss og þegar Japan vann Þýskaland 2-1.
Barton er 31 árs og er þriðji yngsti dómari sem starfar á mótinu. Hann hefur verið FIFA dómari frá 2018.
Auk þess að vera fótboltadómari hefur Barton menntað sig í efnafræði og starfar fyrir háskólann í El Salvador.
Dómararnir í komandi leikjum 16-liða úrslita HM:
Frakkland - Pólland (í dag klukkan 15)
Jesus Valenzuela (Venesúela)
England - Senegal (í kvöld klukkan 19)
Ivan Barton (El Salvador)
Japan - Króatía (á morgun klukkan 15)
Ismail Elfath (Bandaríkin)
Brasilía - Suður-Kórea (á morgun klukkan 19)
Clément Turpin (Frakkland)
Athugasemdir