Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 04. desember 2023 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson vill fá miðjumann í janúar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vill fá liðsstyrk í janúar enda er mikið um meiðsli í leikmannahópinum. Miðjumaðurinn öflugi Cheick Doucouré bættist við meiðslalistann í óvæntu tapi gegn Luton fyrir rúmri viku og verður hann líklegast frá út tímabilið.

Kantmaðurinn knái Eberechi Eze meiddist einnig í þeim leik en hann hefur misst af stærsta hluta tímabilsins vegna meiðsla.

„Þetta er spurning sem ég get ekki svarað. Þið verðið að spyrja Steve Parish og Dougie Freeman (stjórnendur Crystal Palace)," svaraði Hodgson þegar hann var spurður út í yfirvofandi leikmannakaup í janúar, en Jesurun Rak-Sakyi, Rob Holding, Dean Henderson og Jeffrey Schlupp eru einnig á meiðslalistanum.

„Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu þegar kemur að því að bæta leikmannahópinn og núna er brýn nauðsyn á því eftir meiðsli Doucoure. Okkur vantar miðjumann."

Crystal Palace er með 16 stig eftir 14 umferðir af enska úrvalsdeildartímabilinu.

   01.12.2023 16:00
Meiðslalisti Palace lengist

Athugasemdir
banner
banner
banner