Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   fös 01. desember 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Meiðslalisti Palace lengist
Rob Holding.
Rob Holding.
Mynd: Getty Images
Meiðslalistinn lengist hjá Crystal Palace en varnarmaðurinn Rob Holding verður frá næsta mánuðinn. Holding hefur reyndar lítið sem ekkert spilað fyrir Palace á tímabilinu og verið ónotaður varamaður í ensku úrvalsdeildinni.

Crystal Palace heimsækir West Ham á sunnudaginn og verður Eberechi Eze áfram fjarri góðu gamni. Ekki er dagsetning á endurkomu hans en Roy Hodgson segist ekki búast við því að hann þurfi að fara í aðgerð.

Þá sleit miðjumaðurinn Cheick Doucoure hásin í 2-1 tapinu gegn Luton á dögunum.

„Þetta er slæmt. Hann gæti verið frá út tímabilið en hann er ungur og er fljótur að jafna sig. Hann er í langtímameiðslum og við munum sakna hans,“ segir Hodgson.

Þá eru Jes Rak-Sakyi og Dean Henderson áfram á meiðslalistanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 6 2 64 25 +39 63
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 27 17 4 6 59 37 +22 55
5 Tottenham 26 15 5 6 55 39 +16 50
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 West Ham 27 12 6 9 43 47 -4 42
8 Newcastle 27 12 4 11 57 45 +12 40
9 Brighton 27 10 9 8 49 44 +5 39
10 Wolves 27 11 5 11 40 43 -3 38
11 Chelsea 26 10 6 10 44 43 +1 36
12 Fulham 27 10 5 12 39 42 -3 35
13 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
14 Crystal Palace 27 7 7 13 32 47 -15 28
15 Brentford 27 7 5 15 39 50 -11 26
16 Everton 27 8 7 12 29 37 -8 25
17 Nott. Forest 27 6 6 15 34 49 -15 24
18 Luton 26 5 5 16 37 54 -17 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner