Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 04. desember 2024 10:02
Elvar Geir Magnússon
Yamal um magnaða stoðsendingu sína: Ýtti á L2
Ungstirnið Lamine Yamal átti magnaða utanfótar stoðsendingu og bjó til auðvelt mark fyrir Raphinha í 5-1 sigri Barcelona gegn Mallorca.

Yamal var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í nokkurn tíma en hans var sárt saknað meðan hann var fjarverandi vegna meiðsla á ökkla.

„Þetta er L2 takkinn í FIFA," sagði Yamal og hló þegar hann var spurður út í sendinguna sína. Hann vísar þar í tölvuleikinn EA Sports FC, sem áður kallaðist FIFA.

„Þetta er eitthvað sem ég get gert nokkuð vel. Ég nota þetta af og til og mun halda því áfram."

„Ökklinn minn er orðinn fullkomlega góður. Ég er tilbúinn að hjálpa liðinu eins og ég get. Þetta var góður sigur eftir tvo tapleiki af þremur og gefur okkur mikið sjálfstraust."

Raphinha hefur spilað virkilega vel með Barcelona á tímabilinu, hann og Yamal eru að ná vel saman innan sem utan vallar.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd Raphinha, við náum góðri tengingu og hann veit hvenær ég er á ákveðnum svæðum á vellinum," segir Yamal en stoðsendinguna má sjá hér að neðan.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner