Var í svokölluðu ,,fokk it mode"
Jón Gísli Eyland Gíslason skrifaði á dögunum undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍA. Það sem vakti athygli í tilkynningu ÍA er að tekið var fram að hann hefði vakið áhuga erlendis fyrir frammistöðu sína.
Jón Gísli átti gott tímabil með ÍA í fyrra, kom að sjö mörkum og ræddi við Fótbolta.net um ákvörðunina að framlengja á Skaganum.
Jón Gísli átti gott tímabil með ÍA í fyrra, kom að sjö mörkum og ræddi við Fótbolta.net um ákvörðunina að framlengja á Skaganum.
„Aðdragandinn var bara sá að eftir gott tímabil í fyrra þá förum við ÍA að spjalla aðeins saman og komumst að þeirri niðurstöðu að framlengja samninginn um eitt ár í viðbót, ég var með samning til 2026 og er það mikið ánægjuefni að þeir vilji halda mér til 2027," segir Jón Gísli.
Áhugi frá Degerfors
En hvað með áhugann erlendis frá? Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær var sagt að sænska félagið Degerfors hefði viljað fá Jón Gísla í sínar raðir.
„Það var áhugi þar og veit ég að þeir höfðu samband við ÍA, en það hefur ekki komið neinn samningur á borð eða samningstilboð sem ég veit af. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út í atvinnumennsku og þegar það tækifæri kemur sem hefur rétta umhverfið til þess að þróa mig sem knattspyrnumann mun ég alltaf taka það skref."
Breytt staða og allt sett á fullt
Jón Gísli er 22 ára hægri bakvörður sem kom til ÍA frá Tindastóli árið 2019. Var síðasta tímabil hans besta á ferlinum?
„Já, þetta var mitt besta tímabil hingað til, ég spilaði með miklu sjálfstrausti og hafði trú á því sem ég er góður í og keyrði svolítið á það. Við spiluðum 3-5-2 og vængbakvarðar staðan er auðvitað aðeins öðruvísi heldur en að vera bara bakvörður í fjögurra manna línu. Ég get verið miklu sókndjarfari og nýtt minn styrkleika vel í krossum, slúttum og hlaupum."
„Ég æfði meira og setti meiri fókus í það að verða betri á öllum sviðum leiksins. Þjálfararnir hafa líka hjálpað mér mikið að bæta minn leik. Svo var ég bara í svokölluðu „fokk it mode" og keyrði bara á þetta," segir Jón Gísli.
Athugasemdir