Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. mars 2023 17:08
Brynjar Ingi Erluson
Íslensk samvinna í öðrum sigri Lyngby á tímabilinu
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Lyngby
Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Lyngby
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby unnu Bröndby, 1-0, í öðrum sigri liðsins á tímabilinu. Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið.

Allir þrír Íslendingarnir voru í byrjunarliði Lyngby, þeir Alfreð, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon.

Það var því auðvitað skrifað í skýin að sigurmarkið yrði íslenskt en á 65. mínútu tók Kolbeinn Birgir hornspyrnu sem Alfreð mætti á fjær og kom í netið.

Annað mark hans fyrir Lyngby í deildinni og annar sigur Lyngby á tímabilinu.

Alfreð fór af velli á 81. mínútu en Kolbeinn og Sævar Atli spiluðu allan leikinn.

Lyngby er áfram á botninum með 12 stig.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg sem lagði Nordsjælland, 2-1. Hann fór af velli á 66. mínútu leiksins en Silkeborg situr í 6. sæti með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner