Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 18:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon fær mikið lof - „Gæti alveg verið í Liverpool"
Maður leiksins í gær.
Maður leiksins í gær.
Mynd: EPA
Hákon er fæddur árið 2003 og markið í gær var hans þriðja Meistaradeildarmark.
Hákon er fæddur árið 2003 og markið í gær var hans þriðja Meistaradeildarmark.
Mynd: EPA
Hákoni hefur verið líkt við Modric.
Hákoni hefur verið líkt við Modric.
Mynd: EPA
Eden Hazard fór frá Lille og var frábær í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea.
Eden Hazard fór frá Lille og var frábær í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea.
Mynd: Twitter
Úr leiknum umtalaða á Anfield.
Úr leiknum umtalaða á Anfield.
Mynd: EPA
Hákon gat ekki spilað með landsliðinu í haust þar sem hann braut bein í fæti á landsliðsæfingu. Hann sneri til baka úr meiðslunum í desember.
Hákon gat ekki spilað með landsliðinu í haust þar sem hann braut bein í fæti á landsliðsæfingu. Hann sneri til baka úr meiðslunum í desember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins þegar liðið hans, Lille, gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Dortmund í gær. Hákon skoraði jöfnunarmarkið í leiknum í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Jonathan David. Hákon var við það að missa jafnvægið en náði að koma góðu furðulega góðu skoti á markið og jafnaði leikinn.

Þetta var í annað sinn á ferlinum sem hann skorar gegn Dortmund í Meistaradeildinni en hann gerði það fyrst árið 2022 þegar hann lék með FCK í Danmörku. Það var hans fyrsta Meistaradeildarmark. markið í gær var þriðja Meistaradeildarmark Hákonar á ferlinum. Hann fékk mikið lof í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

„Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum," sagði Ólafur Kristjánsson í þættinum.



Hákon hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina síðustu misseri. Hann hefur verið orðaður við Newcastle, Tottenham og Crystal Palace og í hlaðvarpsþáttum dagsins var hann mátaður við fleiri ensk félög.

Umræða úr Gula Spjaldinu: Gæti spilað með Liverpool

„Hann er sturlaður, þessi gaur gæti svo hæglega spilað í ensku úrvalsdeildinni, með Tottenham til dæmis. Hann tekur alltaf rétta ákvörðun og stoppar aldrei," sagði Ingimar Helgi Finnsson sem er stuðningsmaður Tottenham.

„Hann gæti alveg verið í Liverpool. Ég sá hann spila á Anfield og hann getur alveg verið þar (í liði Liverpool). Það var tímapunktur í leiknum þar sem maður sá að hann er klár í að vera á stærsta sviðinu. Hann fékk boltann á sínum vallarhelmingi neðarlega, snéri, fékk mann strax í sig en fór framhjá honum og átti vippu í gegn," sagði Ragnar Bragi Sveinsson sem er stuðningsmaður Liverpool.

„Hann tikkar í svo rosalega mörg box, ákvarðanatökurnar eru góðar, getur leyst svo margar stöður, krafturinn í honum, hlaupagetan, það er hægt að tala um svo marga þætti í hans leik," sagði Albert Brynjar Ingason sem hrósaði afgreiðslunni.

„Ég sá um daginn að honum var líkt við Modric. Menn voru fljótir að blása á það, en ég skil þessa líkingu, sérstaklega þegar hann kemur frekar djúpt á miðjuna. Hann er fáránlega góður á litlum svæðum að taka eina stutta tveggja metra sendingu og er svo farinn í næsta svæði. Hann er fáránlega góður og ég vil fá hann í Spurs," sagði Ingimar.

Umræða úr Steve Dagskrá: Fer hann til Chelsea eins og Eden Hazard?
„Þegar hann var í FCK, þá var hann mikið að spila sem fremsti maður. Ég fór einu sinni á leik og þá var hann að koma djúpt niður og tengja við menn, var duglegur. Maður sá ekkert svakalega mikið í þeim leik. Svo á hann þennan leik á móti Liverpool um daginn, á Anfield. Þá fattar maður að þessi gæi er ruglaður í fótbolta. Maður heyrði einhverjar pressutölur og eitthvað í FCK, svo kaupir Lille hann, talað um að hann var ekki keyptur út af markaskorun, það væri út af pressutölum, svolítið nýi skólinn. Svo er hann bara miklu meira heldur en einhver hlaupagikkur án bolta," sagði Andri Geir Gunnarsson sem var með þeim Árna Frey Guðnasyni og Jóni Páli Pálmasyni í þættinum.

„Það eru ekkert margir íslenskir leikmenn sem hafa farið til Frakklands og gert góða hluti," sagði Árni. Jón Páll benti á að það væru bara Hákon og svo Albert Guðmundsson eldri.

„Maður fær það á tilfinninguna með Hákon að hann sé með alla einbeitingu á fótboltann," sagði Andri.

„Pabbi hans er líklega rólegasti fótboltamaður sem hefur spilað á Íslandi, þvílíkt góður en tók ekkert kredit. Virkilega yfirvegaður," sagði Árni. Faðir Hákonar er Haraldur Ingólfsson sem varð margfaldur Íslandsmeistari með ÍA og lék á sínum tíma 20 landsleiki. Móðir Hákonar er Jónína Víglundsdóttir sem lék ellefu landsleiki á sínum tíma.

„Perluframmistaða í gær, geggjaður á Anfield um daginn, getur hann farið í Prem?" velti Jón Páll fyrir sér.

„Hann getur alveg spilað í úrvalsdeildinni eða Bundesliga. Ég held það myndi henta honum vel að vera í 'powerhouse' fótbolta þar sem er hærra tempó," sagði Árni og sagði að hann kæmist auðveldlega í lið Manchester United.

„Hann gæti spilað allar stöðurnar í United fyrir utan hafsentinn. Hann gæti verið einn af fremstu þremur, verið í vængbakverðinum eða hvað sem er," sagði Andri Geir sem er stuðningsmaður United.

„Ef þú ert góður í Lille þá ferðu í eitthvað stærra lið, það er bara keðjuverkun. Það er fullt af mönnum sem hafa verið í Lille og farið í Premier League og gert góða hluti. Eigum við ekki bara að segja að hann fari í Chelsea og verði eins og Hazard?" sagði Árni sem er líkt og Andri stuðningsmaður United.

„Ég ætla vona einhvern veginn að hann fari ekki í Chelsea, þó svo að maður myndi fagna því ef það myndi gerast. Það er bara verkefnið sem er í gangi þar... það eru of margir leikmenn þar og eins og pælingin sé ekkert alltof mikil," sagði Andri.

Athugasemdir
banner
banner
banner