Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 11:58
Elvar Geir Magnússon
Skemmtilegt sjónarhorn á mark Hákonar
Hákon í landsleik með Íslandi.
Hákon í landsleik með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sá mig ekki en heyrði í mér, hann sagði mér frá því. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér í færinu en ég stökk á hann og það heppnaðist fullkomlega. Boltinn fór beint í hornið og það var góð tilfinning."

Þetta sagði Hákon Arnar Haraldsson leikmaður Lille í viðtali eftir 1-1 jafnteflið gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni þegar hann ræddi um jöfnunarmark sitt.

Jonathan David lagði upp markið fyrir Hákon sem þurfti að kastaði sér skemmtilega á boltann þegar hann skoraði. Hákon var besti maður vallarins og fékk verðlaunagrip frá UEFA.

Lille hefur birt myndband af markinu frá skemmtilegu sjónarhorni og má sjá það hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner