Hákon Arnar Haraldsson fór á kostum með Lille í Meistaradeildinni í gær og fjölmiðlar keppast um að hlaða hann lofi. Samvinna íslenska landsliðsmannsins og kanadíska sóknarmannsins Jonathan David hefur verið talsvert mikið til umfjöllunar.
Meðan undirritaður las grein í L'Équipe um hversu vel þeir tengjast inni á vellinum gat hann ekki annað en hugsað um dúettinn sem Eiður Smári Guðjohnsen myndaði með Jimmy Floyd Hasselbaink hjá Chelsea á árunum 2000-2004.
David lagði upp markið fyrir Hákon í gær, sem jafnaði leikinn gegn Dortmund í 1-1. Með markinu varð Skagamaðurinn annar Íslendingurinn til að skora í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Hinn er auðvitað Eiður Smári.
Í viðtali eftir leikinn sagði Hákon frá því hvernig David hafi í raun ekki séð sig þegar hann gaf stoðsendinguna, hann heyrði hann öskra og sendi þá þessa hárnákvæmu sendingu. Þetta lýsir vel þeirri tengingu sem er milli leikmannana.
Meðan undirritaður las grein í L'Équipe um hversu vel þeir tengjast inni á vellinum gat hann ekki annað en hugsað um dúettinn sem Eiður Smári Guðjohnsen myndaði með Jimmy Floyd Hasselbaink hjá Chelsea á árunum 2000-2004.
David lagði upp markið fyrir Hákon í gær, sem jafnaði leikinn gegn Dortmund í 1-1. Með markinu varð Skagamaðurinn annar Íslendingurinn til að skora í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Hinn er auðvitað Eiður Smári.
Í viðtali eftir leikinn sagði Hákon frá því hvernig David hafi í raun ekki séð sig þegar hann gaf stoðsendinguna, hann heyrði hann öskra og sendi þá þessa hárnákvæmu sendingu. Þetta lýsir vel þeirri tengingu sem er milli leikmannana.
Lille óttast engan með Haraldsson og David
L'Équipe, einn frægasti íþróttafjölmiðill heims, fer stórum orðum um frammistöðu tvíeykisins í Lille.
„Á milli þeirra er eins konar náttúrulegur samruni, þeir tengjast gegnum hugmyndafræði sína í fótbolta," segir meðal annars í greininni sem birt var í morgun. Þar er einnig vitnað í ummæli þjálfara Lille, Bruno Genesio, í vikunni en þar tjáir hann sig um samband þeirra tveggja.
„Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt samband á vellinum. Þegar góðir leikmenn spila fyrir liðið myndast óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið. Stundum með vinnu sem sést ekki en opnar möguleika fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi svo það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar," sagði Genesio.
04.03.2025 22:45
Hákon verðlaunaður sem maður leiksins
Enska úrvalsdeildin næsta skref?
Hlaupin, pressan, vinnusemin, sendingagetan, leikskilningurinn, klókindin, hugarfarið... og svo mætti áfram telja. Það er hægt að hrósa Hákoni fyrir margt eins og kom fram í uppgjöri gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.
Þessi 21 árs leikmaður hefur verið að bæta sig og er orðinn lykilmaður hjá Meistaradeildarliðið Lille. Genesio talaði sjálfur um þróunina á honum nýlega og sagði að hann væri orðinn meira afgerandi á vellinum.
Hann er hjá frábæru félagi, spilar með liði sem er í góðum möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Lille er svið sem stór félög horfa til og Hákon hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina. Tottenham hefur sem dæmi fylgst vel með honum síðan hann átti stórleik í 1-0 sigri gegn Englandi á Wembley síðasta sumar.
Sama hvort Hákon færir sig um set í sumarglugganum í júní eða ekki þá eru miklar líkur á að samvinnu hans og David ljúki. Kanadíski sóknarmaðurinn, sem er 25 ára, er að renna út á samningi og útlit fyrir að hann fari á frjálsri sölu. Hann er svo sannarlega einn eftirsóttasti leikmaður Evrópuboltans í dag.
Elskar stærstu sviðin
Hákon verður í lykilhlutverki í komandi landsleikjum Íslands seinna í þessum mánuði, einvíginu gegn Kosóvó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Íslenskir stuðningsmenn þurfa því miður að halda til Spánar til að sjá Hákon og aðra spennandi leikmenn íslenska liðsin spila 'heimaleikinn' í því einvígi.
Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Fótbolta.net um Hákon eftir að hafa horft á hann eiga frábæra frammistöðu gegn Liverpool á Anfield í janúar.
„Það var mjög gaman að sjá hann vera kominn á svona hátt 'level'. Hann er kominn lengra en ég hélt í ákveðnum hlutum eins og varnarleik, eitthvað sem maður tekur kannski ekki eftir þegar maður horfir í sjónvarpi. Hausinn á honum var í góðum fókus allar 90 mínúturnar. Þetta var erfiður leikur, ég hef spilað á þessum velli sjálfur og veit hversu erfitt er að mæta þarna með tryllta stuðningsmenn á bakvið þig. Það getur verið yfirþyrmandi andrúmsloft. En Hákon var einhvern veginn allan tímann inni í leiknum og þetta var mjög áhrifamikil frammistaða hjá honum," sagði Arnar meðal annars.
Hákon var maður leiksins fyrir framan 80 þúsund áhorfendur á Westfalenstadion fyrir framan eina bestu stuðningsmenn Evrópu, átti stórleik á Anfield og blómstraði á Wembley. Hann elskar stærstu sviðin.
Athugasemdir