Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. apríl 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Lærisveinar Ólafs skoruðu þrjú gegn Elíasi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fredericia 1 - 3 Esbjerg
0-1 J. Kauko ('14)
1-1 L. Montano ('25)
1-2 J. Ankersen ('57)
1-3 K. Pedersen ('65)

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg heimsóttu Fredericia í dag og unnu gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttu B-deildar danska boltans.

Elías Rafn Ólafsson varði mark Fredericia í leiknum en gat ekki komið í veg fyrir sigur Esbjerg.

Andri Rúnar Bjarnason kom inn af bekknum á 70. mínútu í liði Esbjerg en tókst ekki að skora. Íslandsvinurinn Pyry Soiri kom einnig inn af bekknum í liði Esbjerg.

Tvö lið komast upp í efstu deild og er Esbjerg í öðru sæti eftir sigurinn. Stefán Teitur Þórðarson og Patrik Sigurður Gunnarsson eru í liði Silkeborg sem getur endurheimt annað sætið af Esbjerg með sigri gegn Helsingor í dag.
Athugasemdir
banner
banner