Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvar er Frederik Schram?
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram gekk aftur í raðir Vals á dögunum en hann hefur þrátt fyrir það ekki verið í leikmannahópi félagsins í síðustu leikjum. Markvörðurinn ungi, Stefán Þór Ágústsson, hefur varið mark liðsins í leikjunum tveimur.

Frederik yfirgaf Val í fyrra og gekk í raðir danska félagsins FC Roskilde, en hann er núna kominn aftur. Ástæða endurkomunnar er sú að Ögmundur Kristinsson hefur ekki náð sér að fullu eftir meiðsli.

Athygli vakti að Frederik hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum og spurði Fótbolti.net formann knattspyrnudeildar félagsins, Björn Steinar Jónsson, út í það.

„Hann er að ganga frá málum út í Danmörku," sagði Björn Steinar.

„Hann kemur inn á æfingar hjá okkur í þessari viku og á að geta tekið þátt í næsta leik."

Valur mætir ÍA um næstu helgi og er það mikilvægur leikur fyrir Hlíðarendafélagið ef það ætlar sér að vera með í toppbaráttunni.
Athugasemdir
banner