Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. júlí 2020 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði í D-deild fyrir 2308 dögum - Mark í úrvalsdeild í dag
Egan í leik gegn Arsenal.
Egan í leik gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
John Egan var á skotskónum fyrir Sheffield United í jafntefli gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Sheffield United fékk hornspyrnu sem var tekin stutt. Þeir léku sín á milli og barst boltinn til Egan sem skoraði með laglegu skoti.

Hinn 27 ára gamli Egan, sem leikur í þriggja manna varnarlínu Sheffield United, er núna búinn að skora í öllum fjórum efstu deildum Englands.

Hann skoraði í D-deild fyrir Southend, í C-deild fyrir Gillingham, í B-deild fyrir Brentford og Sheffield United. Í dag skoraði hann svo í úrvalsdeildinni, 2308 dögum eftir að hann skoraði fyrst í D-deild.

Mark hans í dag má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner