Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópi kvenna fyrir komandi vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki.
Anna Björk Kristjánsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Ástu Eir Árnadóttur. Ásta er fyrirliði Breiðabliks og þurfti hún að fara af velli í leiknum gegn Tindastól í gær.
Anna Björk Kristjánsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Ástu Eir Árnadóttur. Ásta er fyrirliði Breiðabliks og þurfti hún að fara af velli í leiknum gegn Tindastól í gær.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði við Fótbolta.net í dag að Ásta væri á leið í sprautu í hné, hún hafi þó ekki meiðst neitt í leiknum í gær. Ásta hafi spilað í gegnum bólgur í hné í sumar en ætli sér að nota tímann í landsleikjahléinu til að vinna í meiðslunum.
Anna Björk er miðvörður sem fær leikheimild hjá Val þegar glugginn opnar 18. júlí. Hún kemur til Vals frá Inter Milan á Ítalíu.
Anna er 33 ára og lék síðast landsleik fyrir rúmum tveimur árum þegar hún lék gegn Ítalíu í vináttulandsleik. Alls á hún að baki 44 landsleiki.
Ísland tekur á móti Finnlandi 14. júlí klukkan 18:00 á Laugardalsvelli og heimsækir svo Austurríki þar sem liðin mætast á Stadion Wiener Neustadt í Wiener Neustadt þann 18. júlí klukkan 17:45.
Landsliðshópurinn:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern München
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Stjarnan
Anna Björk Kristjánsdóttir - Valur
Anna Rakel Pétursdóttir - Valur
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern München
Elísa Viðarsdóttir - Valur
Guðrún Arnardóttir - Rosengård
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard
Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern München
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg
Amanda Andradóttir - Kristianstad
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg
Svava Rós Guðmundsdóttir - Gotham FC
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstad
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik
Diljá Ýr Zomers - Leuven
??Breyting hefur verið gerð á hópi A landsliðs kvenna sem spilar vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki í júlí!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 5, 2023
??Inn: Anna Björk Kristjánsdóttir
??Út: Ásta Eir Árnadóttir#dottir
Athugasemdir