Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 05. ágúst 2022 23:10
Haraldur Örn Haraldsson
Emil Ásmunds um markið: Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum
Lengjudeildin
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis skoraði 2 mörk og var valinn maður leiksins eftir að liðið hans vann Grindavík 5-2 í kvöld. Emil skoraði alveg frábært mark sem verður án efa valið mark tímabilsins í lok sumars.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„(Þetta var) bara drullugóður sigur, það er fínt að geta haldið áfram þessu sigur „runni" sem við erum búnir að vera á og bara styrkja okkar stöðu í þessum top 2 sætum."

Annað mark Emils var í hæsta gæðaflokki og hann sagði okkur aðeins frá því.

„Ég veit ekki hvort við getum talað eitthvað um það bara verðið að sjá það. Boltinn kemur þarna og ég svona ákveð að kýla á þetta og sem betur fer söng hann í netinu."

Emil tók skotið alveg frá enda teigsins og fáir sem hefðu dottið það í hug að reyna það sem hann reyndi.

„Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum að reyna þetta, taka svo á sig skituna þegar maður klúðrar, skýtur ekki á markið eða hittir ekki boltann."

Emil fékk sinn fyrsta byrjunarliðs leik í dag eftir erfið meiðsli.

„Kroppurinn er góður en jú jú hann er búinn að halda vel. Ég fékk svona smá slink þarna aðeins á 60. mínútu rétt áður en ég fer útaf en ekkert alvarlegt. Annars er þetta bara búið að vera framar vonum hvernig hnéð er búið að halda og formið er að koma og leikformið og allt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og hér beint fyrir neðan má sjá markið sem allir eru að tala um.


Athugasemdir