Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 05. ágúst 2022 23:10
Haraldur Örn Haraldsson
Emil Ásmunds um markið: Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum
Lengjudeildin
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis skoraði 2 mörk og var valinn maður leiksins eftir að liðið hans vann Grindavík 5-2 í kvöld. Emil skoraði alveg frábært mark sem verður án efa valið mark tímabilsins í lok sumars.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„(Þetta var) bara drullugóður sigur, það er fínt að geta haldið áfram þessu sigur „runni" sem við erum búnir að vera á og bara styrkja okkar stöðu í þessum top 2 sætum."

Annað mark Emils var í hæsta gæðaflokki og hann sagði okkur aðeins frá því.

„Ég veit ekki hvort við getum talað eitthvað um það bara verðið að sjá það. Boltinn kemur þarna og ég svona ákveð að kýla á þetta og sem betur fer söng hann í netinu."

Emil tók skotið alveg frá enda teigsins og fáir sem hefðu dottið það í hug að reyna það sem hann reyndi.

„Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum að reyna þetta, taka svo á sig skituna þegar maður klúðrar, skýtur ekki á markið eða hittir ekki boltann."

Emil fékk sinn fyrsta byrjunarliðs leik í dag eftir erfið meiðsli.

„Kroppurinn er góður en jú jú hann er búinn að halda vel. Ég fékk svona smá slink þarna aðeins á 60. mínútu rétt áður en ég fer útaf en ekkert alvarlegt. Annars er þetta bara búið að vera framar vonum hvernig hnéð er búið að halda og formið er að koma og leikformið og allt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og hér beint fyrir neðan má sjá markið sem allir eru að tala um.


Athugasemdir
banner
banner
banner