Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 05. ágúst 2022 23:10
Haraldur Örn Haraldsson
Emil Ásmunds um markið: Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum
Lengjudeildin
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Emil Ásmundsson í leik fyrir KR árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis skoraði 2 mörk og var valinn maður leiksins eftir að liðið hans vann Grindavík 5-2 í kvöld. Emil skoraði alveg frábært mark sem verður án efa valið mark tímabilsins í lok sumars.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„(Þetta var) bara drullugóður sigur, það er fínt að geta haldið áfram þessu sigur „runni" sem við erum búnir að vera á og bara styrkja okkar stöðu í þessum top 2 sætum."

Annað mark Emils var í hæsta gæðaflokki og hann sagði okkur aðeins frá því.

„Ég veit ekki hvort við getum talað eitthvað um það bara verðið að sjá það. Boltinn kemur þarna og ég svona ákveð að kýla á þetta og sem betur fer söng hann í netinu."

Emil tók skotið alveg frá enda teigsins og fáir sem hefðu dottið það í hug að reyna það sem hann reyndi.

„Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum að reyna þetta, taka svo á sig skituna þegar maður klúðrar, skýtur ekki á markið eða hittir ekki boltann."

Emil fékk sinn fyrsta byrjunarliðs leik í dag eftir erfið meiðsli.

„Kroppurinn er góður en jú jú hann er búinn að halda vel. Ég fékk svona smá slink þarna aðeins á 60. mínútu rétt áður en ég fer útaf en ekkert alvarlegt. Annars er þetta bara búið að vera framar vonum hvernig hnéð er búið að halda og formið er að koma og leikformið og allt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan og hér beint fyrir neðan má sjá markið sem allir eru að tala um.


Athugasemdir
banner
banner
banner