Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 05. ágúst 2022 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús um sokkinn: Þakka Blikum kærlega fyrir sendinguna
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum það að við værum að fara mæta mjög góðu fótboltaliði en við höfum svo sem mætt þeim áður og gengið vel gegn þeim undanfarið en við biðum lægri hlut í dag. Langt síðan við spiluðum síðast og þetta er svolítið skrýtin tilfinning og er eins og að byrja nýtt mót. “ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap Keflavíkur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. En alls eru 47 dagar síðan að Keflavík lék síðast mótsleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

Framan af fyrri hálfleik hélt vörn Keflavíkur með Samönthu í markinu fyrir aftan sig Blikaliðinu í skefjum. Á lokaandartaki fyrri hálfleiks brast þó varnarmúrinn og Clara Sigurðardóttir kom Breiðablik 1-0 með síðustu spyrnu hálfleiksins. Alvöru kjaftshögg að fara með inn í hálfleik?

„Að fá mark á sig í blálok fyrri hálfleiks var mjög slæm tímasetning og það breyttist allt hvað maður ætlaði að fara að gera í hálfleiksræðunni.“

Erin Amy Longsden enskur framherji sem miðlar sögðu frá að hefði gengið til liðs við Keflavík var ekki með liðinu í dag. Um það hvort hún væri væntanleg á völlinn sagði Gunnar.

„Hún verður bara ekkert með okkur. Það er nú svolítið gaman að þessari fréttamennsku, þetta er nú bara stelpa sem að býr hérna á Íslandi og flutti einhvertíman í vor. Hún er Englendingur og við erum með þrjár utan Evrópu og hún er bara farin að vinna. Á kærasta á Íslandi og er bara að spila með 2,flokknum en er búinn að æfa með okkur síðan í vor þannig að þetta var svolítið blásið upp. “

Fréttaritari fékk það hlutverk að færa Gunnari sokk að gjöf frá liði Breiðabliks sem er tilvísun í sokk sem Gunnar færði Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Stöðvar 2 Sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik fyrr í sumar.

„Það er ágætt að þær geti verið góðar með sig núna. Við erum búin að fara illa með þær bæði í fyrra og í fyrri leiknum. Auðvitað vorum við hátt uppi eftir tvo leiki, annað væri fásinna verandi með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Ágætt að minna mig á þetta og Ási glottir hérna fyrir aftan þannig að hann á greinilega sök á þessu eða sá um þetta. En þetta er nú bara til gamans gert og örugglega hlakkað í mörgum þegar ég sagði þetta en ég þakka Blikum bara kærlega fyrir sendinguna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner