Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 05. ágúst 2022 22:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús um sokkinn: Þakka Blikum kærlega fyrir sendinguna
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum það að við værum að fara mæta mjög góðu fótboltaliði en við höfum svo sem mætt þeim áður og gengið vel gegn þeim undanfarið en við biðum lægri hlut í dag. Langt síðan við spiluðum síðast og þetta er svolítið skrýtin tilfinning og er eins og að byrja nýtt mót. “ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap Keflavíkur gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. En alls eru 47 dagar síðan að Keflavík lék síðast mótsleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

Framan af fyrri hálfleik hélt vörn Keflavíkur með Samönthu í markinu fyrir aftan sig Blikaliðinu í skefjum. Á lokaandartaki fyrri hálfleiks brast þó varnarmúrinn og Clara Sigurðardóttir kom Breiðablik 1-0 með síðustu spyrnu hálfleiksins. Alvöru kjaftshögg að fara með inn í hálfleik?

„Að fá mark á sig í blálok fyrri hálfleiks var mjög slæm tímasetning og það breyttist allt hvað maður ætlaði að fara að gera í hálfleiksræðunni.“

Erin Amy Longsden enskur framherji sem miðlar sögðu frá að hefði gengið til liðs við Keflavík var ekki með liðinu í dag. Um það hvort hún væri væntanleg á völlinn sagði Gunnar.

„Hún verður bara ekkert með okkur. Það er nú svolítið gaman að þessari fréttamennsku, þetta er nú bara stelpa sem að býr hérna á Íslandi og flutti einhvertíman í vor. Hún er Englendingur og við erum með þrjár utan Evrópu og hún er bara farin að vinna. Á kærasta á Íslandi og er bara að spila með 2,flokknum en er búinn að æfa með okkur síðan í vor þannig að þetta var svolítið blásið upp. “

Fréttaritari fékk það hlutverk að færa Gunnari sokk að gjöf frá liði Breiðabliks sem er tilvísun í sokk sem Gunnar færði Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Stöðvar 2 Sport eftir sigur Keflavíkur á Breiðablik fyrr í sumar.

„Það er ágætt að þær geti verið góðar með sig núna. Við erum búin að fara illa með þær bæði í fyrra og í fyrri leiknum. Auðvitað vorum við hátt uppi eftir tvo leiki, annað væri fásinna verandi með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Ágætt að minna mig á þetta og Ási glottir hérna fyrir aftan þannig að hann á greinilega sök á þessu eða sá um þetta. En þetta er nú bara til gamans gert og örugglega hlakkað í mörgum þegar ég sagði þetta en ég þakka Blikum bara kærlega fyrir sendinguna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner