Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 05. september 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jó: Óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson, framherji Vals, óskar Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, en lið hans tapaði í kvöld fyrir Blikum, 1-0, og er liðið nú með ellefu stiga forystu í efsta sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Blikar sköpuðu sér mörg góð færi í leiknum og voru gríðarlega sterkir í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 63. mínútu er Ísak Snær Þorvaldsson kom boltanum yfir línuna eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði komið með góða fyrirgjöf inn í teiginn.

„Ég held að heilt yfir voru þeir betri og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir yfirspila okkur. Í seinni hálfleik var aðeins meira jafnræði með liðunum en heilt yfir voru þeir betri en við."

„Við fáum eitt eða tvö mjög góð færi til að komast yfir í byrjun síðari hálfleiks. Það vantaði ró á boltann en svo fórum við að spila honum en heilt yfir voru þeir betri og þetta er besta lið landsins í dag og ég óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn,"
sagði Aron við Fótbolta.net.

Það var mikið um stympingar og alvöru baráttu í leiknum en undir lok leiks fékk hann gult spjald. Hann keyrði þá inn í Anton Ara Einarsson, markvörð Blika, en Damir Muminovic ræddi það einmitt í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn. Aron kom inná það að hann hreinlega þolir ekki að tapa en að allir væru góðir eftir leik.

„Það er einhver smá pirringur í manni. Ég hata að tapa og djöfull þoli ég ekki að tapa. Það er erfitt að vera inná og auðvitað gerir maður heimskulega hluti. Það voru stympingar og ýtingar, kannski sanngjarnt gult spjald eða ekki. Lélegt að tapa bara. Það er bara hiti í þessu og það er ekki gaman að tapa. Ég er ekki góður í skapinu þegar mitt lið vinnur ekki en það er gaman af þessu og ekkert illa meint eða svoleiðis, svo er leikurinn búinn og maður tekur í höndina á þeim og óskar þeim til hamingju."

Valur er enn í góðum séns á að ná Evrópusæti. Liðið er í 4. sæti með 32 stig en tvær umferðir eru eftir af þessum 22 umferðum áður en umspilið fer af stað.

„Það eru góðir möguleikar á Evrópu og ekki mörg stig í það. Það góða við þetta 'play-offs' dæmi er að við eigum eftir að spila við öll þessi lið fyrir ofan okkur. Við erum að 'aima' á annað sætið og það er raunhæft markmið. Við erum með gott lið þegar við tökum okkur saman, spilum og höfum trú á verkefninu og þorum að spila fótbolta. Við þurfum að finna það aftur og einbeita okkur að næsta leik," sagði hann énnfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner