Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 05. september 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jó: Óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson, framherji Vals, óskar Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, en lið hans tapaði í kvöld fyrir Blikum, 1-0, og er liðið nú með ellefu stiga forystu í efsta sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Blikar sköpuðu sér mörg góð færi í leiknum og voru gríðarlega sterkir í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 63. mínútu er Ísak Snær Þorvaldsson kom boltanum yfir línuna eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði komið með góða fyrirgjöf inn í teiginn.

„Ég held að heilt yfir voru þeir betri og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir yfirspila okkur. Í seinni hálfleik var aðeins meira jafnræði með liðunum en heilt yfir voru þeir betri en við."

„Við fáum eitt eða tvö mjög góð færi til að komast yfir í byrjun síðari hálfleiks. Það vantaði ró á boltann en svo fórum við að spila honum en heilt yfir voru þeir betri og þetta er besta lið landsins í dag og ég óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn,"
sagði Aron við Fótbolta.net.

Það var mikið um stympingar og alvöru baráttu í leiknum en undir lok leiks fékk hann gult spjald. Hann keyrði þá inn í Anton Ara Einarsson, markvörð Blika, en Damir Muminovic ræddi það einmitt í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn. Aron kom inná það að hann hreinlega þolir ekki að tapa en að allir væru góðir eftir leik.

„Það er einhver smá pirringur í manni. Ég hata að tapa og djöfull þoli ég ekki að tapa. Það er erfitt að vera inná og auðvitað gerir maður heimskulega hluti. Það voru stympingar og ýtingar, kannski sanngjarnt gult spjald eða ekki. Lélegt að tapa bara. Það er bara hiti í þessu og það er ekki gaman að tapa. Ég er ekki góður í skapinu þegar mitt lið vinnur ekki en það er gaman af þessu og ekkert illa meint eða svoleiðis, svo er leikurinn búinn og maður tekur í höndina á þeim og óskar þeim til hamingju."

Valur er enn í góðum séns á að ná Evrópusæti. Liðið er í 4. sæti með 32 stig en tvær umferðir eru eftir af þessum 22 umferðum áður en umspilið fer af stað.

„Það eru góðir möguleikar á Evrópu og ekki mörg stig í það. Það góða við þetta 'play-offs' dæmi er að við eigum eftir að spila við öll þessi lið fyrir ofan okkur. Við erum að 'aima' á annað sætið og það er raunhæft markmið. Við erum með gott lið þegar við tökum okkur saman, spilum og höfum trú á verkefninu og þorum að spila fótbolta. Við þurfum að finna það aftur og einbeita okkur að næsta leik," sagði hann énnfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner