Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 05. september 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jó: Óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson, framherji Vals, óskar Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, en lið hans tapaði í kvöld fyrir Blikum, 1-0, og er liðið nú með ellefu stiga forystu í efsta sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Blikar sköpuðu sér mörg góð færi í leiknum og voru gríðarlega sterkir í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 63. mínútu er Ísak Snær Þorvaldsson kom boltanum yfir línuna eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði komið með góða fyrirgjöf inn í teiginn.

„Ég held að heilt yfir voru þeir betri og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir yfirspila okkur. Í seinni hálfleik var aðeins meira jafnræði með liðunum en heilt yfir voru þeir betri en við."

„Við fáum eitt eða tvö mjög góð færi til að komast yfir í byrjun síðari hálfleiks. Það vantaði ró á boltann en svo fórum við að spila honum en heilt yfir voru þeir betri og þetta er besta lið landsins í dag og ég óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn,"
sagði Aron við Fótbolta.net.

Það var mikið um stympingar og alvöru baráttu í leiknum en undir lok leiks fékk hann gult spjald. Hann keyrði þá inn í Anton Ara Einarsson, markvörð Blika, en Damir Muminovic ræddi það einmitt í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn. Aron kom inná það að hann hreinlega þolir ekki að tapa en að allir væru góðir eftir leik.

„Það er einhver smá pirringur í manni. Ég hata að tapa og djöfull þoli ég ekki að tapa. Það er erfitt að vera inná og auðvitað gerir maður heimskulega hluti. Það voru stympingar og ýtingar, kannski sanngjarnt gult spjald eða ekki. Lélegt að tapa bara. Það er bara hiti í þessu og það er ekki gaman að tapa. Ég er ekki góður í skapinu þegar mitt lið vinnur ekki en það er gaman af þessu og ekkert illa meint eða svoleiðis, svo er leikurinn búinn og maður tekur í höndina á þeim og óskar þeim til hamingju."

Valur er enn í góðum séns á að ná Evrópusæti. Liðið er í 4. sæti með 32 stig en tvær umferðir eru eftir af þessum 22 umferðum áður en umspilið fer af stað.

„Það eru góðir möguleikar á Evrópu og ekki mörg stig í það. Það góða við þetta 'play-offs' dæmi er að við eigum eftir að spila við öll þessi lið fyrir ofan okkur. Við erum að 'aima' á annað sætið og það er raunhæft markmið. Við erum með gott lið þegar við tökum okkur saman, spilum og höfum trú á verkefninu og þorum að spila fótbolta. Við þurfum að finna það aftur og einbeita okkur að næsta leik," sagði hann énnfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner