Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 05. september 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jó: Óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson, framherji Vals, óskar Breiðabliki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, en lið hans tapaði í kvöld fyrir Blikum, 1-0, og er liðið nú með ellefu stiga forystu í efsta sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Blikar sköpuðu sér mörg góð færi í leiknum og voru gríðarlega sterkir í fyrri hálfleiknum. Eina mark leiksins kom á 63. mínútu er Ísak Snær Þorvaldsson kom boltanum yfir línuna eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði komið með góða fyrirgjöf inn í teiginn.

„Ég held að heilt yfir voru þeir betri og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir yfirspila okkur. Í seinni hálfleik var aðeins meira jafnræði með liðunum en heilt yfir voru þeir betri en við."

„Við fáum eitt eða tvö mjög góð færi til að komast yfir í byrjun síðari hálfleiks. Það vantaði ró á boltann en svo fórum við að spila honum en heilt yfir voru þeir betri og þetta er besta lið landsins í dag og ég óska þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn,"
sagði Aron við Fótbolta.net.

Það var mikið um stympingar og alvöru baráttu í leiknum en undir lok leiks fékk hann gult spjald. Hann keyrði þá inn í Anton Ara Einarsson, markvörð Blika, en Damir Muminovic ræddi það einmitt í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn. Aron kom inná það að hann hreinlega þolir ekki að tapa en að allir væru góðir eftir leik.

„Það er einhver smá pirringur í manni. Ég hata að tapa og djöfull þoli ég ekki að tapa. Það er erfitt að vera inná og auðvitað gerir maður heimskulega hluti. Það voru stympingar og ýtingar, kannski sanngjarnt gult spjald eða ekki. Lélegt að tapa bara. Það er bara hiti í þessu og það er ekki gaman að tapa. Ég er ekki góður í skapinu þegar mitt lið vinnur ekki en það er gaman af þessu og ekkert illa meint eða svoleiðis, svo er leikurinn búinn og maður tekur í höndina á þeim og óskar þeim til hamingju."

Valur er enn í góðum séns á að ná Evrópusæti. Liðið er í 4. sæti með 32 stig en tvær umferðir eru eftir af þessum 22 umferðum áður en umspilið fer af stað.

„Það eru góðir möguleikar á Evrópu og ekki mörg stig í það. Það góða við þetta 'play-offs' dæmi er að við eigum eftir að spila við öll þessi lið fyrir ofan okkur. Við erum að 'aima' á annað sætið og það er raunhæft markmið. Við erum með gott lið þegar við tökum okkur saman, spilum og höfum trú á verkefninu og þorum að spila fótbolta. Við þurfum að finna það aftur og einbeita okkur að næsta leik," sagði hann énnfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner