Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
   mán 05. september 2022 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Var bara að spyrja Aron af hverju hann væri að þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosa mikilvægt upp á framhaldið að gera. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Valsmenn eru með frábært lið og frábær gæði. Þeir hefðu alveg eins getað refsað okkur en við stóðumst prófið og tökum þrjú stig," sagði Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég bara verð að viðurkenna að ég sá ekki hver skoraði, en það var ljúft þegar ég sá boltann í netinu."

Damir fannst sigurinn verðskuldaður. „Mér fannst við stjórna allan tímann í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum ekki skorað, gæinn (Frederik Schram) ver ekkert eðlilega vel þarna í markinu. Í seinni hálfleik gáfum við í, skoruðum og sigldum þessu heim."

Undir lok leiks sótti Valur og fékk fast leikatriði. Það endaði með því að Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks handsamaði boltann og í kjölfarið var dæmt brot á Val. Damir fékk í kjölfarið gult spjald.

„Já, hann bara fer inn í Anton og það voru einhver læti. Ég var bara að spyrja Aron (Jóhannsson) af hverju hann væri að þessu. Svo fæ ég gult spjald, ég veit ekki alveg fyrir hvað. Það var ekkert meira en það, allir ferskir eftir leik."

Einhver umræða varð eftir bikartap Blika gegn Víkingum á fimmtudag að Blikar gætu brotnað undir lok móts. Það er ekkert að gerast eða hvað?

„Nei nei, við brotnum ekki," sagði Damir og brosti.
Athugasemdir
banner
banner