Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 05. september 2022 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Var bara að spyrja Aron af hverju hann væri að þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosa mikilvægt upp á framhaldið að gera. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Valsmenn eru með frábært lið og frábær gæði. Þeir hefðu alveg eins getað refsað okkur en við stóðumst prófið og tökum þrjú stig," sagði Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég bara verð að viðurkenna að ég sá ekki hver skoraði, en það var ljúft þegar ég sá boltann í netinu."

Damir fannst sigurinn verðskuldaður. „Mér fannst við stjórna allan tímann í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum ekki skorað, gæinn (Frederik Schram) ver ekkert eðlilega vel þarna í markinu. Í seinni hálfleik gáfum við í, skoruðum og sigldum þessu heim."

Undir lok leiks sótti Valur og fékk fast leikatriði. Það endaði með því að Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks handsamaði boltann og í kjölfarið var dæmt brot á Val. Damir fékk í kjölfarið gult spjald.

„Já, hann bara fer inn í Anton og það voru einhver læti. Ég var bara að spyrja Aron (Jóhannsson) af hverju hann væri að þessu. Svo fæ ég gult spjald, ég veit ekki alveg fyrir hvað. Það var ekkert meira en það, allir ferskir eftir leik."

Einhver umræða varð eftir bikartap Blika gegn Víkingum á fimmtudag að Blikar gætu brotnað undir lok móts. Það er ekkert að gerast eða hvað?

„Nei nei, við brotnum ekki," sagði Damir og brosti.
Athugasemdir
banner