Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 05. september 2022 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Var bara að spyrja Aron af hverju hann væri að þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosa mikilvægt upp á framhaldið að gera. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Valsmenn eru með frábært lið og frábær gæði. Þeir hefðu alveg eins getað refsað okkur en við stóðumst prófið og tökum þrjú stig," sagði Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég bara verð að viðurkenna að ég sá ekki hver skoraði, en það var ljúft þegar ég sá boltann í netinu."

Damir fannst sigurinn verðskuldaður. „Mér fannst við stjórna allan tímann í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum ekki skorað, gæinn (Frederik Schram) ver ekkert eðlilega vel þarna í markinu. Í seinni hálfleik gáfum við í, skoruðum og sigldum þessu heim."

Undir lok leiks sótti Valur og fékk fast leikatriði. Það endaði með því að Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks handsamaði boltann og í kjölfarið var dæmt brot á Val. Damir fékk í kjölfarið gult spjald.

„Já, hann bara fer inn í Anton og það voru einhver læti. Ég var bara að spyrja Aron (Jóhannsson) af hverju hann væri að þessu. Svo fæ ég gult spjald, ég veit ekki alveg fyrir hvað. Það var ekkert meira en það, allir ferskir eftir leik."

Einhver umræða varð eftir bikartap Blika gegn Víkingum á fimmtudag að Blikar gætu brotnað undir lok móts. Það er ekkert að gerast eða hvað?

„Nei nei, við brotnum ekki," sagði Damir og brosti.
Athugasemdir