West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   mán 05. september 2022 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Var bara að spyrja Aron af hverju hann væri að þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er rosa mikilvægt upp á framhaldið að gera. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu. Valsmenn eru með frábært lið og frábær gæði. Þeir hefðu alveg eins getað refsað okkur en við stóðumst prófið og tökum þrjú stig," sagði Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég bara verð að viðurkenna að ég sá ekki hver skoraði, en það var ljúft þegar ég sá boltann í netinu."

Damir fannst sigurinn verðskuldaður. „Mér fannst við stjórna allan tímann í fyrri hálfleik og ótrúlegt að við höfum ekki skorað, gæinn (Frederik Schram) ver ekkert eðlilega vel þarna í markinu. Í seinni hálfleik gáfum við í, skoruðum og sigldum þessu heim."

Undir lok leiks sótti Valur og fékk fast leikatriði. Það endaði með því að Anton Ari Einarsson í marki Breiðabliks handsamaði boltann og í kjölfarið var dæmt brot á Val. Damir fékk í kjölfarið gult spjald.

„Já, hann bara fer inn í Anton og það voru einhver læti. Ég var bara að spyrja Aron (Jóhannsson) af hverju hann væri að þessu. Svo fæ ég gult spjald, ég veit ekki alveg fyrir hvað. Það var ekkert meira en það, allir ferskir eftir leik."

Einhver umræða varð eftir bikartap Blika gegn Víkingum á fimmtudag að Blikar gætu brotnað undir lok móts. Það er ekkert að gerast eða hvað?

„Nei nei, við brotnum ekki," sagði Damir og brosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner