Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. september 2022 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Eigum við möguleika? Klárlega
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þær eru allar heilar og allar í standi. Það eru allar klárar í leikinn. Þannig er staðan," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

Á morgun er risastór leikur þegar íslenska landsliðið spilar við það hollenska í undankeppni HM.

Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári, Íslandi nægir jafntefli.

„Við förum ekki inn í leikinn og spilum upp á jafntefli. Við ætlum að gera okkar besta til að vinna. Við erum með þetta í okkar höndum og jafnteflið nægir en þú getur ekki spilað upp á jafntefli. Ef þú færð þú ert með þannig hugarfar, þá ertu í vandræðum. Við förum inn í leikinn og sjáum hvað gerist," sagði Steini.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var með á fundinum. Hún hefur trú á góðum úrslitum á morgun ef íslenska liðið sýnir sínar bestu hliðar.

„Já, þetta er stór leikur. Við gerum okkur fulla grein fyrir því. Við getum skrifað okkur í sögubækurnar með því að ná góðum úrslitum. Við þurfum að spila leikinn. Þetta er mikilvægur leikur og gæti orðið einn sá mikilvægasti hingað til."

„Þær eru hærra skrifaðar en við, þær eru með magnað lið og frábæra leikmenn. Eigum við möguleika? Klárlega. Þetta verður erfiður leikur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna leikinn," sagði Sara.

„Ég segi bara það sama. Þær eru með allt til að vera með mikið gæðalið. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að fá úrslitin sem við viljum," sagði Steini.

Holland vann fyrri leikinn
Hollendingar fóru með sigur af hólmi í fyrri leiknum, 0-2, á Laugardalsvelli. Sara var ekki með í þeim leik þar sem hún var ólétt, en hún man vel eftir honum.

„Ég man eftir þessum leik. Mér fannst hollensku stelpurnar vera aðeins betri. Við vorum samt að búa til færi. Eftirminnilegast fannst mér að Sveindís hafi verið að koma upp hægri kantinn og vera með góðar fyrirgjafir."

„Þær eiga að vera betri en við erum með frábært lið núna og eigum mikla möguleika ef við eigum okkar besta dag," sagði fyrirliðinn.

Íslenska liðið getur farið beint á HM á morgun með sigri eða jafntefli, en það yrði mjög stórt afrek.

„Ég hef mikla trú á því að við förum beint á HM ef við sýnum okkar bestu hliðar á morgun. Þetta verður erfiður og krefjandi leikur, en við erum tilbúnar," sagði Sara.
Athugasemdir
banner