Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 05. október 2024 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lærisveinar Freysa með frábæran sigur á toppliðinu - Stefán Ingi skoraði
Stefán Ingi Sigurðarson
Stefán Ingi Sigurðarson
Mynd: Sandefjord
Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson
Mynd: Kortrijk

Kortrijk stöðvaði fimm leikja hrinu án sigurs með sigri á toppliði Genk í belgísku deildinni í dag.


Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins og Patrik Sigurður Gunnarsson var í markinu í dag. Genk komst yfir snemma leiks en Kortrijk náði að svara með tveimur mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og þar við sat, 2-1 sigur Kortrijk staðreynd.

Kortrijk er með 11 stig eftir tíu umferðir í 12. sæti.

Kristiansund og Sandefjord mættust í Íslendingaslag í norsku deildinni. Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Sandefjord og hann skoraði mark liðsins eftir tæplega klukkutíma leik í 2-1 tapi. Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins hjá Kristiansund.

Kristiansund er í 9. sæti með 29 stig eftir 24 umferðir en Sandefjord er í 14. sæti með 22 stig.

Birniir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson komu inn á sem varamenn þegar Halmstad tapaði 1-0 gegn Hammarby í sænsku deildinni. Halmstad er í 14. sætii með 24 stig eftir 26 umferðir. Hlynur Freyr Karlsson spilaði allan leikinn þegar Brommapojkarna vann 2-0 gegn GAIS. Brommapojkarna er í 10. sæti með 33 stig.

Adam Ingi Benediktsson var í markinu hjá Östersund sem tapaði 3-1 gegn Sandviken á útivelli í næst efstu deild í Svíþjóð. Oskar Sverrisson var í byrjunarliði Varberg sem gerði 1-1 jafntefli gegn Örebro. Valgeir Valgeirsson var ekki í leikmannahópi Örebro. Varberg er í 12. sæti með 29 stig eftir 26 leiki en Örebro er með 32 stig í 10. sæti.


Athugasemdir
banner
banner